Meðalatvinnuleysi 2,9 prósent í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2016 09:12 Vísir/Daníel Atvinnuleysi hefur minnkað hratt á undanförnum misserum og var meðalatvinnuleysi í fyrra, 2,9 prósent, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að háskólamenntaðar konur hafi verið þriðjungur atvinnulausra á árinu. Enn er atvinnuleysi mismikið eftir landshlutum. Í Hagsjánni segir að eftirspurn eftir vinnuafli hafi aukist í takt við aukna eftirspurn í hagkerfinu. Nú sé rætt um skort á vinnuafli í ákveðnum greinum. „Þá er sú umræða orðin áleitin aftur að ekki sé hægt að anna vinnuaflseftirspurn á næstu árum með innlendu vinnuafli og því þurfi innflutningur vinnuafls að stóraukast,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi var, í kjölfar hrunsins, hærra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Þó hafi atvinnumál á Suðurnesjum komist í uppnám fyrr og þá meðal annars vegna brottfarar hersins á Keflavíkurflugvelli. Á árinu 2010 fór skráð atvinnuleysi á Suðurnesjum yfir 13 prósent. Á sama tíma fór það upp undir níu prósent á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali fór atvinnuleysi á landsbyggðinni hæst í tæp sjö prósent árið 2010. Atvinnuleysi bitnaði lengi vel einkum á ófaglærðu starfsfólki, samkvæmt Hagsjánni, en hefur orðið mikil breyting á því á síðustu árum. Atvinnuleysi hefur hlutfallslega bitnað meira á háskólamenntuðu fólki. „Á síðustu 10 árum hefur háskólamenntuðu fólki í hópi atvinnulausra fjölgað úr því að vera tíu prósent atvinnulausra upp í 25 prósent.“ Þá hefur háskólamenntuðum konum fjölgað meira en körlum í hópi atvinnulausra. 2006 var hlutur háskólamenntaðra karla tíu prósent og konum tólf prósent. Í fyrra voru hlutföllin 21 prósent og 28 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu voru háskólamenntaðar konur þriðjungur atvinnulausra í fyrra. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Atvinnuleysi hefur minnkað hratt á undanförnum misserum og var meðalatvinnuleysi í fyrra, 2,9 prósent, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að háskólamenntaðar konur hafi verið þriðjungur atvinnulausra á árinu. Enn er atvinnuleysi mismikið eftir landshlutum. Í Hagsjánni segir að eftirspurn eftir vinnuafli hafi aukist í takt við aukna eftirspurn í hagkerfinu. Nú sé rætt um skort á vinnuafli í ákveðnum greinum. „Þá er sú umræða orðin áleitin aftur að ekki sé hægt að anna vinnuaflseftirspurn á næstu árum með innlendu vinnuafli og því þurfi innflutningur vinnuafls að stóraukast,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi var, í kjölfar hrunsins, hærra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Þó hafi atvinnumál á Suðurnesjum komist í uppnám fyrr og þá meðal annars vegna brottfarar hersins á Keflavíkurflugvelli. Á árinu 2010 fór skráð atvinnuleysi á Suðurnesjum yfir 13 prósent. Á sama tíma fór það upp undir níu prósent á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali fór atvinnuleysi á landsbyggðinni hæst í tæp sjö prósent árið 2010. Atvinnuleysi bitnaði lengi vel einkum á ófaglærðu starfsfólki, samkvæmt Hagsjánni, en hefur orðið mikil breyting á því á síðustu árum. Atvinnuleysi hefur hlutfallslega bitnað meira á háskólamenntuðu fólki. „Á síðustu 10 árum hefur háskólamenntuðu fólki í hópi atvinnulausra fjölgað úr því að vera tíu prósent atvinnulausra upp í 25 prósent.“ Þá hefur háskólamenntuðum konum fjölgað meira en körlum í hópi atvinnulausra. 2006 var hlutur háskólamenntaðra karla tíu prósent og konum tólf prósent. Í fyrra voru hlutföllin 21 prósent og 28 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu voru háskólamenntaðar konur þriðjungur atvinnulausra í fyrra.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira