Samkvæmt heimildum ESPN er NBA-liðið Cleveland Cavaliers búið að reka þjálfarann sinn, David Blatt. Cleveland hefur í heildina spilað vel á leiktíðinni og er búið að vinna 30 af 41 leik sínum það sem af er.
Aftur á móti fékk liðið vænan skell gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors á mánudaginn, en Steph Curry og félagar bökuðu LeBron og hans menn með 30 stigum.
Samkvæmt frétt ESPN missti Blatt klefann yfir síðasta mánuð og er liðið búið að ráða Tyronn Lue, aðstoðarmann Blatts, sem eftirmann hans.
Blatt var fimmti þjálfari Cleveland á síðustu átta árum, en heimildamenn ESPN halda því fram að leikmönnum Cavaliers fannst hann ekki starfi sínu vaxinn. LeBron James er sagður ekki hafa verið með í ráðum að þessu sinni. Blatt var tilkynnt um uppsögnina í dag.
Blatt hafði gert frábært mót í Evrópukörfuboltanum áður en hann kom til Cleveland fyrir síðasta tímabil. Hann hafði aldrei áður þjálfað í NBA.
Blatt vann 83 leiki og tapaði 40 með Cavaliers sem hann kom í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Golden State Warriors.
Cleveland búið að reka David Blatt
Tómas Þór Þóraðrson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
