Erlingur fær einn besta hornamann heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 12:00 Hans Óttar Lindberg mætir til starfa hjá Berlínarrefunum eftir EM. vísir/afp Erlingur Richardsson, þjálfari Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í handbolta, hefur fengið heldur betur frábær liðsstyrk. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Berlínarrefanna, flaug til Póllands í gær og gekk frá samningi við danska hægri hornamanninn Hans Óttar Lindberg sem hefur verið einn albesti hornamaður heims undanfarin ár. Samningurinn við þennan 34 ára gamla leikmann gildir út leiktíðina 2018/2019. Lindberg varð atvinnulaus á dögunum þegar stórliðið Hamburg SV varð gjaldþrota, en fljótlega var danski hornamaðurinn orðaður við Refina í Berlín. „Við erum að fá einn besta hægri hornamann heims. Fyrir erum við með Mattias Zachrisson en saman eru þeir besta hornapar í heimi,“ segir Bob Hanning á heimasíðu Füchse Berlín. Nýju liðsfélagarnir og samkeppnisaðilarnir um stöðuna í hægri horni Refanna mætast í kvöld á EM í Póllandi þar sem Danir og Svíar eigast við í Norðurlandaslag í milliriðli tvö. Lindberg verður nú bara þjálfaður af Íslendingum. Erlingur Richardsson heldur um stjórnartaumana hjá Füchse Berlín og danska landsliðið er auðvitað þjálfað af Guðmundi Guðmundssyni. Daninn, sem á íslenska foreldra, hefur æfingar með Refunum þegar Evrópumótinu lýkur en hjá Füchse Berlín verður hann einnig samherji Bjarka Más Elíssonar.Der Wechsel ist perfekt. @HansLindberg18 wird ein Fuchs. Wir freuen uns: https://t.co/BgCVxnv16m #UnserRevier pic.twitter.com/eVRTKNiUcl— Füchse Berlin (@FuechseBerlin) January 26, 2016 Handbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Erlingur Richardsson, þjálfari Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í handbolta, hefur fengið heldur betur frábær liðsstyrk. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Berlínarrefanna, flaug til Póllands í gær og gekk frá samningi við danska hægri hornamanninn Hans Óttar Lindberg sem hefur verið einn albesti hornamaður heims undanfarin ár. Samningurinn við þennan 34 ára gamla leikmann gildir út leiktíðina 2018/2019. Lindberg varð atvinnulaus á dögunum þegar stórliðið Hamburg SV varð gjaldþrota, en fljótlega var danski hornamaðurinn orðaður við Refina í Berlín. „Við erum að fá einn besta hægri hornamann heims. Fyrir erum við með Mattias Zachrisson en saman eru þeir besta hornapar í heimi,“ segir Bob Hanning á heimasíðu Füchse Berlín. Nýju liðsfélagarnir og samkeppnisaðilarnir um stöðuna í hægri horni Refanna mætast í kvöld á EM í Póllandi þar sem Danir og Svíar eigast við í Norðurlandaslag í milliriðli tvö. Lindberg verður nú bara þjálfaður af Íslendingum. Erlingur Richardsson heldur um stjórnartaumana hjá Füchse Berlín og danska landsliðið er auðvitað þjálfað af Guðmundi Guðmundssyni. Daninn, sem á íslenska foreldra, hefur æfingar með Refunum þegar Evrópumótinu lýkur en hjá Füchse Berlín verður hann einnig samherji Bjarka Más Elíssonar.Der Wechsel ist perfekt. @HansLindberg18 wird ein Fuchs. Wir freuen uns: https://t.co/BgCVxnv16m #UnserRevier pic.twitter.com/eVRTKNiUcl— Füchse Berlin (@FuechseBerlin) January 26, 2016
Handbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira