„Kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:05 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. vísir/gva Í nýrri skýrslu Bændasamtakanna um matvælaverð á Íslandi sem kynnt var í dag kemur fram að svo virðist sem lækkun vörugjalda, skatta og tolla skili sér ekki í lægra verði til neytenda. Það sama á við um styrkingu krónunnar en samkvæmt skýrslunni hefur hækkun á gengi gjaldmiðilsins ekki skilað sér í lægra vöruverði. Bændasamtökin vísa máli sínu til stuðnings meðal annars í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn sem kom út í mars í fyrra. Í henni var meðal annars fjallað um styrkingu krónunnar á árunum 2011 til 2014 og þá staðreynd að það hefði ekki birst í smásöluverði. Þá hafi jafnframt komið fram vísbendingar „um að álagning birgja og dagvöruverslana á innfluttum vörum hafi hækkað. Hagstæð gengisþróun hefur því ekki skilað sér til neytenda,“ eins og segir í skýrslu Bændasamtakanna.Nautakjöt hækkaði um 15 prósent á sama tíma og tollar lækkuðu Þá er einnig vísað í skýrslunni í verðlagseftirlit ASÍ varðandi það hvort og þá hversu mikið vöruverð hafi lækkað þegar breytingar voru gerðar á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015. Í skýrslu Bændasamtakanna segir að verðlagseftirlitið hafi komist að því að verð á raftækjum og byggingarvörum hafi „ekki lækkað í samræmi við lækkun gjaldanna og hið sama á við um afnám svokallaðs sykurskatts. Árið 2014 margfaldaðist innflutningur á nautakjöti til Íslands, magntollar lækkuðu um tvo þriðju og heimsmarkaðsverð lækkaði. Engu að síður hækkaði verð á nautahakki um 15% til neytenda á Íslandi.“Að mati Bændasamtakanna þarf að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði.vísir/ernirÍ tilkynningu frá Bændasamtökunum segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður þeirra, að bændur hafi lagt sitt af mörkum til að halda aftur af verðlagshækkunum, meðal annars í kjölfar efnahagshrunsins, þegar þeir tóku á sig aukinn kostnað vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Nú sé hins vegar komið að versluninni. „Það er kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi. Á undanförnum árum hafa átt sér stað breytingar, lækkun gjalda og styrking krónunnar, sem hefðu átt að skila í lægra verði til neytenda en hafa ekki gert það. Á sama tíma sjáum við fréttir af gríðarlegum hagnaði fyrirtækja á dagvörumarkaði. Þegar horft er til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi er ljóst að hægt er að ná betri árangri við að ná niður verðlagi. Þar skiptir mestu að fyrirtæki á dagvörumarkaði leggi líka sitt af mörkum,“ segir Sigurgeir Sindri.Tryggja þarf samkeppni á dagvörumarkaði Að mati Bændasamtakanna er mögulegt að lækka matvöruverð hér á landi en eins og staðan er á markaðnum í dag „tekur verslunin of stóran hluta til sín á kostnað neytenda og bænda og úr því þarf að bæta,“ eins og segir í skýrslu samtakanna. Það sem Bændasamtökin telja að þurfi að gera til að matvöruverð lækki hér á landi er meðal annars að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði. Þarf Samkeppniseftirlitið að beita sér í auknum mæli fyrir því að mati Bændasamtakanna, en samkvæmt skýrslu eftirlitsins frá því í fyrra eru fjórar verslunarsamstæður með um 90 prósent hlutdeild á markaðnum, en þetta eru Hagar, Kaupás, Samkaup og 10-11/Iceland. Þá þarf jafnframt að tryggja að ágóðinn af lækkun ýmissa gjalda skili sér til neytenda og að sama skapi tryggja að hagræðing í íslenskum landbúnaði skili sér ekki bara til fyrirtækja í verslunarrekstri heldur einnig til neytenda og bænda. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Í nýrri skýrslu Bændasamtakanna um matvælaverð á Íslandi sem kynnt var í dag kemur fram að svo virðist sem lækkun vörugjalda, skatta og tolla skili sér ekki í lægra verði til neytenda. Það sama á við um styrkingu krónunnar en samkvæmt skýrslunni hefur hækkun á gengi gjaldmiðilsins ekki skilað sér í lægra vöruverði. Bændasamtökin vísa máli sínu til stuðnings meðal annars í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn sem kom út í mars í fyrra. Í henni var meðal annars fjallað um styrkingu krónunnar á árunum 2011 til 2014 og þá staðreynd að það hefði ekki birst í smásöluverði. Þá hafi jafnframt komið fram vísbendingar „um að álagning birgja og dagvöruverslana á innfluttum vörum hafi hækkað. Hagstæð gengisþróun hefur því ekki skilað sér til neytenda,“ eins og segir í skýrslu Bændasamtakanna.Nautakjöt hækkaði um 15 prósent á sama tíma og tollar lækkuðu Þá er einnig vísað í skýrslunni í verðlagseftirlit ASÍ varðandi það hvort og þá hversu mikið vöruverð hafi lækkað þegar breytingar voru gerðar á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015. Í skýrslu Bændasamtakanna segir að verðlagseftirlitið hafi komist að því að verð á raftækjum og byggingarvörum hafi „ekki lækkað í samræmi við lækkun gjaldanna og hið sama á við um afnám svokallaðs sykurskatts. Árið 2014 margfaldaðist innflutningur á nautakjöti til Íslands, magntollar lækkuðu um tvo þriðju og heimsmarkaðsverð lækkaði. Engu að síður hækkaði verð á nautahakki um 15% til neytenda á Íslandi.“Að mati Bændasamtakanna þarf að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði.vísir/ernirÍ tilkynningu frá Bændasamtökunum segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður þeirra, að bændur hafi lagt sitt af mörkum til að halda aftur af verðlagshækkunum, meðal annars í kjölfar efnahagshrunsins, þegar þeir tóku á sig aukinn kostnað vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Nú sé hins vegar komið að versluninni. „Það er kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi. Á undanförnum árum hafa átt sér stað breytingar, lækkun gjalda og styrking krónunnar, sem hefðu átt að skila í lægra verði til neytenda en hafa ekki gert það. Á sama tíma sjáum við fréttir af gríðarlegum hagnaði fyrirtækja á dagvörumarkaði. Þegar horft er til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi er ljóst að hægt er að ná betri árangri við að ná niður verðlagi. Þar skiptir mestu að fyrirtæki á dagvörumarkaði leggi líka sitt af mörkum,“ segir Sigurgeir Sindri.Tryggja þarf samkeppni á dagvörumarkaði Að mati Bændasamtakanna er mögulegt að lækka matvöruverð hér á landi en eins og staðan er á markaðnum í dag „tekur verslunin of stóran hluta til sín á kostnað neytenda og bænda og úr því þarf að bæta,“ eins og segir í skýrslu samtakanna. Það sem Bændasamtökin telja að þurfi að gera til að matvöruverð lækki hér á landi er meðal annars að tryggja samkeppni á dagvörumarkaði. Þarf Samkeppniseftirlitið að beita sér í auknum mæli fyrir því að mati Bændasamtakanna, en samkvæmt skýrslu eftirlitsins frá því í fyrra eru fjórar verslunarsamstæður með um 90 prósent hlutdeild á markaðnum, en þetta eru Hagar, Kaupás, Samkaup og 10-11/Iceland. Þá þarf jafnframt að tryggja að ágóðinn af lækkun ýmissa gjalda skili sér til neytenda og að sama skapi tryggja að hagræðing í íslenskum landbúnaði skili sér ekki bara til fyrirtækja í verslunarrekstri heldur einnig til neytenda og bænda.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira