Námskeið fyrir fagfólk og almenning 11. janúar 2016 11:30 Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs, segir starfsemi IÐUNNAR snúast fyrst og fremst um að auka hæfni starfsmanna í iðnaði með símenntun og ráðgjöf á breiðu sviði. VÍSIR/GVA IÐAN, fræðslusetur er sjálfstætt starfandi og er í eigu atvinnurekendasamtaka og samtaka launafólks í iðnaði. „Kjarnastarfsemi okkar snýst um að auka hæfni starfsmanna í iðnaði með símenntun og ráðgjöf á breiðu sviði,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR. „Hjá IÐUNNI er boðið upp á 300 til 350 námskeið á hverju ári fyrir fagfólk í iðnaði og þjónustum við bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, matvæla- og veitingagreinar, upplýsinga- og fjölmiðlagreinar og málm- og véltæknigreinar. Auk þess sinnir IÐAN námsráðgjöf, hefur umsjón með raunfærnimati í ýmsum löggiltum iðngreinum, hefur umsjón með sveinsprófum og nemaleyfum og tekur þátt í margvíslegum erlendum samstarfsverkefnum.” IÐAN fræðslusetur heldur upp á tíu ára starfsafmæli á árinu og verður því fagnað með margvíslegum hætti. „Við förum af stað í fyrsta skipti með námskeið fyrir almenning og byrjum á því nú í næsta mánuði. Námskeiðin tengjast því sem við erum að gera hér en eru ekki eins sérhæfð og námskeið okkar fyrir fagfólk. Við erum með fjölbreytta hluti í gangi hér, til dæmis verðum við með námskeið um Twitter og Snapchat en upplýsingatækni er hluti af starfsemi okkar. Einnig erum við með námskeiðið Gotterí í garðinum í umsjá Guðríðar Helgadóttur og þá má líka nefna námskeiðin Léttar hjólreiðaviðgerðir og Ertu að huga að fasteignakaupum? Á námskeiðunum ætlum við að miðla sérþekkingu okkar kennara til almennings,“ lýsir Hildur. Hún nefnir einnig að sérstök afmælisráðstefna verði haldin þann 4. maí næstkomandi en það er hinn eiginlegi afmælisdagur IÐUNNAR. „Við ætlum að nota afmælisárið til að efla okkur á öllum sviðum, í almennu námskeiðunum, fjarnáminu og í þjónustunni við okkar félagsfólk. Þetta afmæli á að vera nokkurs konar vítamínsprauta fyrir okkur." Auk afmælisráðstefnunnar verður Dagur íslensks prentiðnaðar haldinn hátíðlegur þann 5. febrúar í annað sinn. „Einnig verðum við með Fræðsluviku í iðnaði á Akureyri 22.-26. febrúar og verður hún haldin í þriðja sinn. Okkar aðilar eru dreifðir um allt land þannig að við höfum lagt áherslu á að auka framboð á námskeiðum sem haldin eru úti á landi og einnig aukið framboð á fjarnámi. Einnig munum við í fyrsta skipti bjóða upp á örnámskeið í upplýsingatækni og eru þau í formi myndskeiða á netinu.“ IÐAN er með glæsilega aðstöðu í Vatnagörðum sem er sérhönnuð fyrir starfsemi hennar. „Við erum með góða kennsluaðstöðu í bæði verklegum og bóklegum greinum,“ segir Hildur.Frekari upplýsingar um IÐUNA má nálgast á idan.is Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
IÐAN, fræðslusetur er sjálfstætt starfandi og er í eigu atvinnurekendasamtaka og samtaka launafólks í iðnaði. „Kjarnastarfsemi okkar snýst um að auka hæfni starfsmanna í iðnaði með símenntun og ráðgjöf á breiðu sviði,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR. „Hjá IÐUNNI er boðið upp á 300 til 350 námskeið á hverju ári fyrir fagfólk í iðnaði og þjónustum við bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, matvæla- og veitingagreinar, upplýsinga- og fjölmiðlagreinar og málm- og véltæknigreinar. Auk þess sinnir IÐAN námsráðgjöf, hefur umsjón með raunfærnimati í ýmsum löggiltum iðngreinum, hefur umsjón með sveinsprófum og nemaleyfum og tekur þátt í margvíslegum erlendum samstarfsverkefnum.” IÐAN fræðslusetur heldur upp á tíu ára starfsafmæli á árinu og verður því fagnað með margvíslegum hætti. „Við förum af stað í fyrsta skipti með námskeið fyrir almenning og byrjum á því nú í næsta mánuði. Námskeiðin tengjast því sem við erum að gera hér en eru ekki eins sérhæfð og námskeið okkar fyrir fagfólk. Við erum með fjölbreytta hluti í gangi hér, til dæmis verðum við með námskeið um Twitter og Snapchat en upplýsingatækni er hluti af starfsemi okkar. Einnig erum við með námskeiðið Gotterí í garðinum í umsjá Guðríðar Helgadóttur og þá má líka nefna námskeiðin Léttar hjólreiðaviðgerðir og Ertu að huga að fasteignakaupum? Á námskeiðunum ætlum við að miðla sérþekkingu okkar kennara til almennings,“ lýsir Hildur. Hún nefnir einnig að sérstök afmælisráðstefna verði haldin þann 4. maí næstkomandi en það er hinn eiginlegi afmælisdagur IÐUNNAR. „Við ætlum að nota afmælisárið til að efla okkur á öllum sviðum, í almennu námskeiðunum, fjarnáminu og í þjónustunni við okkar félagsfólk. Þetta afmæli á að vera nokkurs konar vítamínsprauta fyrir okkur." Auk afmælisráðstefnunnar verður Dagur íslensks prentiðnaðar haldinn hátíðlegur þann 5. febrúar í annað sinn. „Einnig verðum við með Fræðsluviku í iðnaði á Akureyri 22.-26. febrúar og verður hún haldin í þriðja sinn. Okkar aðilar eru dreifðir um allt land þannig að við höfum lagt áherslu á að auka framboð á námskeiðum sem haldin eru úti á landi og einnig aukið framboð á fjarnámi. Einnig munum við í fyrsta skipti bjóða upp á örnámskeið í upplýsingatækni og eru þau í formi myndskeiða á netinu.“ IÐAN er með glæsilega aðstöðu í Vatnagörðum sem er sérhönnuð fyrir starfsemi hennar. „Við erum með góða kennsluaðstöðu í bæði verklegum og bóklegum greinum,“ segir Hildur.Frekari upplýsingar um IÐUNA má nálgast á idan.is
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira