Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrktist um tæp átta prósent í fyrra

Bjarki Ármannsson skrifar
Gengi krónunnar styrktist um 7,9 prósent á árinu 2015 og velta á gjaldeyrismarkaði jókst um 85 prósent.
Gengi krónunnar styrktist um 7,9 prósent á árinu 2015 og velta á gjaldeyrismarkaði jókst um 85 prósent. Vísir/Pjetur
Gengi krónunnar styrktist um 7,9 prósent á árinu 2015 og velta á gjaldeyrismarkaði jókst um 85 prósent. Hlutur Seðlabankans í veltunni var 55 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt á vef Seðlabankans um innlendan gjaldeyrismarkað og gjaldeyrisforða á liðnu ári.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 123 milljarða króna og var í árslok 653 milljarðar. Í fréttinni segir að forðinn hafi aukist mest vegna hreinna gjaldeyriskaupa Seðlabankans um sem nemur 272 milljarða króna á árinu.

Aftur á móti hafi forðinn lækkað meðal annars vegna uppkaupa ríkissjóðs á eigin bréfum í erlendum gjaldmiðlu og vegna fyrirfram greiðslu Seðlabankans á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×