Dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 11:15 Steve Kerr mótmælir dómi. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira