Dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 11:15 Steve Kerr mótmælir dómi. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira