Kemur í ljós í júní hvort það takist að losa um aflandskrónurnar Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2016 12:45 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Stefán Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“ Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“
Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04
Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24
"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00