Kemur í ljós í júní hvort það takist að losa um aflandskrónurnar Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2016 12:45 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Stefán Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“ Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“
Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04
Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24
"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00