Bankinn slakar ekki á klónni Hafliði Helgason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að til skamms tíma þurfi eitthvað mikið að fara úrskeiðis til að bankinn hækki vexti. vísir/stefán Seðlabankinn ákvað að slaka ekki á klónni í stjórn peningamála og hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum í gær og verða þeir áfram 5,25%. Víða voru væntingar á markaði um að bankinn myndi lækka vexti. Tónninn er hins vegar að aðhalds sé þörf áfram og ástæða sé til að beina auknu svigrúmi í hagkerfinu í sparnað fremur en í neyslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir stefna í mikinn hagvöxt á næsta ári. „Það eru horfur á því að hagvöxtur verði meiri en bankinn spáði í ágúst og í ríkari mæli er þessi hagvöxtur borinn uppi af innlendri eftirspurn, enda jókst hún um 10% á fyrri hluta þessa árs,“ segir hann. Bankinn spáir nú 5% hagvexti á þessu ári og 4% vexti hagkerfisins á næsta ári. Störfum hefur fjölgað mikið, en á móti kemur innflutningur vinnuafls sem hægir á þrýstingi í hagkerfinu. Samhliða vaxtaákvörðun bankans komu Peningamál út þar sem birtur er rökstuðningur fyrir vaxtaákvörðun og hagspá bankans. Bankinn gerir ráð fyrir að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði bankans fram á mitt næsta ár, en muni síðan verða á bilinu 2,5 til 3% út spátímann. Þrátt fyrir viðunandi verðbólguhorfur er það niðurstaða peningastefnunefndar að ekki sé tilefni til vaxtalækkunar. Sú ávörðun er tekin miðað við áhættumat og hagspá bankans. Þar við bætast aðrir þættir svo sem óvissa um stefnu í ríkisfjármálum sem væntanlega verður viðvarandi þar til tekist hefur að koma saman nýrri ríkisstjórn. Þá er óvissa um þróun í kjaramálum í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og óvissa um þróun alþjóðamarkaða. Bankinn gerir nú gengisspá en seðlabankastjóri lagði áherslu á að erfitt sé að spá um þróun gengis og eignaverð. Gert er ráð fyrir áframhaldandi styrkingu, en það hægi á henni í forsendum spárinnar. Már sagði að peningastefnan væri hvað nafnvexti varðaði í hlutlausum gír. Vextir gætu hækkað eða lækkað eftir því hvernig spilaðist úr óvissuþáttunum og framvindu efnahagsmála. Hann sagði að miðað við spá bankans til skemmri tíma þyrfti eitthvað mikið að gerast til að vextir hækkuðu. „Þá þarf eitthvað að fara mikið úrskeiðis í kjaramálum eða stefnu í ríkisfjármálum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Seðlabankinn ákvað að slaka ekki á klónni í stjórn peningamála og hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum í gær og verða þeir áfram 5,25%. Víða voru væntingar á markaði um að bankinn myndi lækka vexti. Tónninn er hins vegar að aðhalds sé þörf áfram og ástæða sé til að beina auknu svigrúmi í hagkerfinu í sparnað fremur en í neyslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir stefna í mikinn hagvöxt á næsta ári. „Það eru horfur á því að hagvöxtur verði meiri en bankinn spáði í ágúst og í ríkari mæli er þessi hagvöxtur borinn uppi af innlendri eftirspurn, enda jókst hún um 10% á fyrri hluta þessa árs,“ segir hann. Bankinn spáir nú 5% hagvexti á þessu ári og 4% vexti hagkerfisins á næsta ári. Störfum hefur fjölgað mikið, en á móti kemur innflutningur vinnuafls sem hægir á þrýstingi í hagkerfinu. Samhliða vaxtaákvörðun bankans komu Peningamál út þar sem birtur er rökstuðningur fyrir vaxtaákvörðun og hagspá bankans. Bankinn gerir ráð fyrir að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði bankans fram á mitt næsta ár, en muni síðan verða á bilinu 2,5 til 3% út spátímann. Þrátt fyrir viðunandi verðbólguhorfur er það niðurstaða peningastefnunefndar að ekki sé tilefni til vaxtalækkunar. Sú ávörðun er tekin miðað við áhættumat og hagspá bankans. Þar við bætast aðrir þættir svo sem óvissa um stefnu í ríkisfjármálum sem væntanlega verður viðvarandi þar til tekist hefur að koma saman nýrri ríkisstjórn. Þá er óvissa um þróun í kjaramálum í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og óvissa um þróun alþjóðamarkaða. Bankinn gerir nú gengisspá en seðlabankastjóri lagði áherslu á að erfitt sé að spá um þróun gengis og eignaverð. Gert er ráð fyrir áframhaldandi styrkingu, en það hægi á henni í forsendum spárinnar. Már sagði að peningastefnan væri hvað nafnvexti varðaði í hlutlausum gír. Vextir gætu hækkað eða lækkað eftir því hvernig spilaðist úr óvissuþáttunum og framvindu efnahagsmála. Hann sagði að miðað við spá bankans til skemmri tíma þyrfti eitthvað mikið að gerast til að vextir hækkuðu. „Þá þarf eitthvað að fara mikið úrskeiðis í kjaramálum eða stefnu í ríkisfjármálum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira