Vextir gætu hækkað með myntráði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2016 19:30 „Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent