Gaman að læra alltaf í starfinu Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 11:00 Anna Lára Sigurðardóttir hefur starfað hjá Creditinfo í átta ár en var áður hjá Nova og Motus. Vísir/GVA „Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verkefnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrirtækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjónustustjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrarsvið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfsmannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrirtækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðarljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjónustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfsfólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinnunnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna. Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verkefnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrirtækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjónustustjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrarsvið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfsmannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrirtækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðarljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjónustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfsfólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinnunnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna.
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira