Sushi-markaðurinn farinn að mettast Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:00 Hagnaður Tokyo Sushi jókst um 11 milljónir milli ára, Andrey (í miðjunni) segist opinn fyrir frekari vexti. Vísir/Stefán Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo Sushi juku hagnað sinn verulega á síðasta ári og nam sala hjá Sushisamba 337 milljónum króna. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu staða hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo Sushi telur þó að búið sé að metta markaðinn. Vöntun á starfsfólki og svört veitingastarfsemi hamli áframhaldandi vexti. Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5 milljónir króna árið 2015, samanborið við 14 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 40,2 milljónum króna, samanborið við 22,9 milljónir árið áður. Eigið fé nam 56,8 milljónum króna, samanborið við 32,9 milljónir árið áður. Sushisamba ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Kogt ehf. sem rekur Osushi veitingastaðina sem þekktir eru fyrir sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8 milljónum króna í fyrra að teknu tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.Gríðarleg samkeppni„Ég myndi ekki segja að það væri vöxtur á markaðnum eins og fyrir árin 2012 til 2013. En við höfum séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna bætast við markaðinn árlega,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppnin er gríðarleg í veitingabransanum ekki bara til að selja vöruna heldur til að fá starfsmenn.“Erfitt að manna störfAndrey segir að eitt það erfiðasta í veitingarekstri í dag sé að manna störfin. „Það er ein stærsta hindrunin við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í Bandaríkjunum. Við þurfum líka að keppa við þá sem greiða svart og því eru margar hindranir við framtíðarvöxt.“ Íslendingar virðast að mörgu leyti drífa aukna sölu á sushi, en Andrey segir að vegna staðsetningar Tokyo Sushi séu Íslendingar 95 prósent viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir einhverjar hindranir í veginum segist hann opinn fyrir áframhaldandi vexti. „Við erum með tvo veitingastaði og seljum Tokyo Sushi í fjórum Krónuverslunum. Við erum opin fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“Sushi-sprengjunni lokið?„Á síðustu þremur árum hafa í raun og veru engir nýir sushi-staðir verið opnaðir. Ég held að sushi-sprengjan sé búin. Fyrst var hamborgarasprengjan, svo var sushi og nú vitum við ekki hvað verður næst,“ segir Andrey Rudkov. Tengdar fréttir Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo Sushi juku hagnað sinn verulega á síðasta ári og nam sala hjá Sushisamba 337 milljónum króna. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu staða hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo Sushi telur þó að búið sé að metta markaðinn. Vöntun á starfsfólki og svört veitingastarfsemi hamli áframhaldandi vexti. Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5 milljónir króna árið 2015, samanborið við 14 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 40,2 milljónum króna, samanborið við 22,9 milljónir árið áður. Eigið fé nam 56,8 milljónum króna, samanborið við 32,9 milljónir árið áður. Sushisamba ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Kogt ehf. sem rekur Osushi veitingastaðina sem þekktir eru fyrir sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8 milljónum króna í fyrra að teknu tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.Gríðarleg samkeppni„Ég myndi ekki segja að það væri vöxtur á markaðnum eins og fyrir árin 2012 til 2013. En við höfum séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna bætast við markaðinn árlega,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppnin er gríðarleg í veitingabransanum ekki bara til að selja vöruna heldur til að fá starfsmenn.“Erfitt að manna störfAndrey segir að eitt það erfiðasta í veitingarekstri í dag sé að manna störfin. „Það er ein stærsta hindrunin við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í Bandaríkjunum. Við þurfum líka að keppa við þá sem greiða svart og því eru margar hindranir við framtíðarvöxt.“ Íslendingar virðast að mörgu leyti drífa aukna sölu á sushi, en Andrey segir að vegna staðsetningar Tokyo Sushi séu Íslendingar 95 prósent viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir einhverjar hindranir í veginum segist hann opinn fyrir áframhaldandi vexti. „Við erum með tvo veitingastaði og seljum Tokyo Sushi í fjórum Krónuverslunum. Við erum opin fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“Sushi-sprengjunni lokið?„Á síðustu þremur árum hafa í raun og veru engir nýir sushi-staðir verið opnaðir. Ég held að sushi-sprengjan sé búin. Fyrst var hamborgarasprengjan, svo var sushi og nú vitum við ekki hvað verður næst,“ segir Andrey Rudkov.
Tengdar fréttir Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent