Sushi-markaðurinn farinn að mettast Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:00 Hagnaður Tokyo Sushi jókst um 11 milljónir milli ára, Andrey (í miðjunni) segist opinn fyrir frekari vexti. Vísir/Stefán Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo Sushi juku hagnað sinn verulega á síðasta ári og nam sala hjá Sushisamba 337 milljónum króna. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu staða hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo Sushi telur þó að búið sé að metta markaðinn. Vöntun á starfsfólki og svört veitingastarfsemi hamli áframhaldandi vexti. Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5 milljónir króna árið 2015, samanborið við 14 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 40,2 milljónum króna, samanborið við 22,9 milljónir árið áður. Eigið fé nam 56,8 milljónum króna, samanborið við 32,9 milljónir árið áður. Sushisamba ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Kogt ehf. sem rekur Osushi veitingastaðina sem þekktir eru fyrir sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8 milljónum króna í fyrra að teknu tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.Gríðarleg samkeppni„Ég myndi ekki segja að það væri vöxtur á markaðnum eins og fyrir árin 2012 til 2013. En við höfum séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna bætast við markaðinn árlega,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppnin er gríðarleg í veitingabransanum ekki bara til að selja vöruna heldur til að fá starfsmenn.“Erfitt að manna störfAndrey segir að eitt það erfiðasta í veitingarekstri í dag sé að manna störfin. „Það er ein stærsta hindrunin við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í Bandaríkjunum. Við þurfum líka að keppa við þá sem greiða svart og því eru margar hindranir við framtíðarvöxt.“ Íslendingar virðast að mörgu leyti drífa aukna sölu á sushi, en Andrey segir að vegna staðsetningar Tokyo Sushi séu Íslendingar 95 prósent viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir einhverjar hindranir í veginum segist hann opinn fyrir áframhaldandi vexti. „Við erum með tvo veitingastaði og seljum Tokyo Sushi í fjórum Krónuverslunum. Við erum opin fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“Sushi-sprengjunni lokið?„Á síðustu þremur árum hafa í raun og veru engir nýir sushi-staðir verið opnaðir. Ég held að sushi-sprengjan sé búin. Fyrst var hamborgarasprengjan, svo var sushi og nú vitum við ekki hvað verður næst,“ segir Andrey Rudkov. Tengdar fréttir Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo Sushi juku hagnað sinn verulega á síðasta ári og nam sala hjá Sushisamba 337 milljónum króna. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu staða hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo Sushi telur þó að búið sé að metta markaðinn. Vöntun á starfsfólki og svört veitingastarfsemi hamli áframhaldandi vexti. Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5 milljónir króna árið 2015, samanborið við 14 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 40,2 milljónum króna, samanborið við 22,9 milljónir árið áður. Eigið fé nam 56,8 milljónum króna, samanborið við 32,9 milljónir árið áður. Sushisamba ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Kogt ehf. sem rekur Osushi veitingastaðina sem þekktir eru fyrir sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8 milljónum króna í fyrra að teknu tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.Gríðarleg samkeppni„Ég myndi ekki segja að það væri vöxtur á markaðnum eins og fyrir árin 2012 til 2013. En við höfum séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna bætast við markaðinn árlega,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppnin er gríðarleg í veitingabransanum ekki bara til að selja vöruna heldur til að fá starfsmenn.“Erfitt að manna störfAndrey segir að eitt það erfiðasta í veitingarekstri í dag sé að manna störfin. „Það er ein stærsta hindrunin við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í Bandaríkjunum. Við þurfum líka að keppa við þá sem greiða svart og því eru margar hindranir við framtíðarvöxt.“ Íslendingar virðast að mörgu leyti drífa aukna sölu á sushi, en Andrey segir að vegna staðsetningar Tokyo Sushi séu Íslendingar 95 prósent viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir einhverjar hindranir í veginum segist hann opinn fyrir áframhaldandi vexti. „Við erum með tvo veitingastaði og seljum Tokyo Sushi í fjórum Krónuverslunum. Við erum opin fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“Sushi-sprengjunni lokið?„Á síðustu þremur árum hafa í raun og veru engir nýir sushi-staðir verið opnaðir. Ég held að sushi-sprengjan sé búin. Fyrst var hamborgarasprengjan, svo var sushi og nú vitum við ekki hvað verður næst,“ segir Andrey Rudkov.
Tengdar fréttir Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent