Hleypt úr Tjörninni vegna framkvæmda Svavar Hávarðsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Þorfinnstjörn stendur vart undir nafni þessa dagana - hún er manngerð. vísir/vilhelm Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira