Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 10:28 Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í borginni. Vísir/Vilhelm Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30
Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00