Verjandi Hreiðars Más: Ný gögn sýna fram á brot Sérstaks saksóknara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2016 20:02 Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir að ný gögn í máli gegn honum sýni fram á að starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi brotið gegn umbjóðanda sínum, með því að veita ekki aðgang að gögnum þegar mál hans var rekið fyrir héraðsdómi þar sem hann var sýknaður. Málið er nú í áfrýjunarferli fyrir Hæstarétti. Áður hafði héraðsdómur kveðið upp úrskurð um að sakborningar í þessu máli ættu rétt á aðgengi að öllum gögnum sem Sérstakur saksóknari hefði aflað úr tölvukerfi Kaupþings og telur Hreiðar telur að það aðgengi hefði ráðið úrslitum í því að hann hafi verið sýknaður. Kæran á hendur starfsmönnunum embættisins var lögð fram hjá ríkissaksóknara 11. febrúar síðastliðinn og hefur málið verið til meðferðar þar síðan þá. Ákvörðun um hvort málið verði rannsakað eða fellt niður hefur ekki verið tekin. „Þetta eru gögn sem lúta að veðsetningum á skuldabréfum, sem voru útgefin af Deutsche Bank og þeim fjármunum sem ákært var fyrir í þessu máli,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más. „Þar er um að ræða ákveðnar lánveitingar og því er haldið fram af hálfu ákæruvaldsins í þessu máli að það hafi verið án nokkurra trygginga.“ Hörður segir að gögnin hafi meðal annars sýnt svart á hvítu að tryggigar hafi verið fyrir hendi í þeim skuldabréfum sem um ræðir í málinu.Mikilvægt upp á framtíðina að gera „Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því eða hvað það var nákvæmlega sem gerði það að verkum að þessi gögn skiluðu sér ekki inn í málið. Ég held hins vegar að það sé mikilvægt að ríkissaksóknari fái skýringar á því, ef einhverjar eru, hvernig á þessu stendur,“ segir Hörður Felix. Í tölvupósti frá Birni Þorvaldssyni, saksóknara, frá því í maí er verjendum málsins gerð grein fyrir því að vinna standi yfir við samantekt málsganga fyrir Hæstarétt. Vegna þessa og niðurstöðu héraðsdóms í málinu afhendir ákæruvaldið verjendum gögn í málinu sem ætla má að verði lögð fram sem sönnunargögn fyrir Hæstarétti. „Þetta er nokkuð sérstakt í þessu tilfelli, sökum þess að í þessu tilfelli er verjendum sendur tölvupóstur með skýringum á því að þarna, erum við upplýstir um þessi tíu símtöl, sem ekki voru lögð fram í héraði þar sem ákæruvaldið taldi þau ekki skipta neinu máli.“ Hörður segir málið skipta miklu að því leyti að það þurfi að fá á hreint hvernig þessum málum skuli hagað til frambúðar. „Ég tel algjörlega ótækt að aðgangur ákærðra manna og verjenda þeirra sé jafn takmarkaður og hann hefur verið í þessum málum sem kennd hafa verið við hrunið.“ Hreiðar Már hefur tvisvar áður kært embætti sérstaks saksóknara en í báðum tilfellum voru málin felld niður. „Þetta mál núna er allt annars eðlis. Þetta eru önnur atvik sem um ræðir þannig ég held að fyrri mál hafi ekki fordæmis gildi eða neina þýðingu við úrlausn þessa,“ segir Hörður Felix. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir að ný gögn í máli gegn honum sýni fram á að starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi brotið gegn umbjóðanda sínum, með því að veita ekki aðgang að gögnum þegar mál hans var rekið fyrir héraðsdómi þar sem hann var sýknaður. Málið er nú í áfrýjunarferli fyrir Hæstarétti. Áður hafði héraðsdómur kveðið upp úrskurð um að sakborningar í þessu máli ættu rétt á aðgengi að öllum gögnum sem Sérstakur saksóknari hefði aflað úr tölvukerfi Kaupþings og telur Hreiðar telur að það aðgengi hefði ráðið úrslitum í því að hann hafi verið sýknaður. Kæran á hendur starfsmönnunum embættisins var lögð fram hjá ríkissaksóknara 11. febrúar síðastliðinn og hefur málið verið til meðferðar þar síðan þá. Ákvörðun um hvort málið verði rannsakað eða fellt niður hefur ekki verið tekin. „Þetta eru gögn sem lúta að veðsetningum á skuldabréfum, sem voru útgefin af Deutsche Bank og þeim fjármunum sem ákært var fyrir í þessu máli,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más. „Þar er um að ræða ákveðnar lánveitingar og því er haldið fram af hálfu ákæruvaldsins í þessu máli að það hafi verið án nokkurra trygginga.“ Hörður segir að gögnin hafi meðal annars sýnt svart á hvítu að tryggigar hafi verið fyrir hendi í þeim skuldabréfum sem um ræðir í málinu.Mikilvægt upp á framtíðina að gera „Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því eða hvað það var nákvæmlega sem gerði það að verkum að þessi gögn skiluðu sér ekki inn í málið. Ég held hins vegar að það sé mikilvægt að ríkissaksóknari fái skýringar á því, ef einhverjar eru, hvernig á þessu stendur,“ segir Hörður Felix. Í tölvupósti frá Birni Þorvaldssyni, saksóknara, frá því í maí er verjendum málsins gerð grein fyrir því að vinna standi yfir við samantekt málsganga fyrir Hæstarétt. Vegna þessa og niðurstöðu héraðsdóms í málinu afhendir ákæruvaldið verjendum gögn í málinu sem ætla má að verði lögð fram sem sönnunargögn fyrir Hæstarétti. „Þetta er nokkuð sérstakt í þessu tilfelli, sökum þess að í þessu tilfelli er verjendum sendur tölvupóstur með skýringum á því að þarna, erum við upplýstir um þessi tíu símtöl, sem ekki voru lögð fram í héraði þar sem ákæruvaldið taldi þau ekki skipta neinu máli.“ Hörður segir málið skipta miklu að því leyti að það þurfi að fá á hreint hvernig þessum málum skuli hagað til frambúðar. „Ég tel algjörlega ótækt að aðgangur ákærðra manna og verjenda þeirra sé jafn takmarkaður og hann hefur verið í þessum málum sem kennd hafa verið við hrunið.“ Hreiðar Már hefur tvisvar áður kært embætti sérstaks saksóknara en í báðum tilfellum voru málin felld niður. „Þetta mál núna er allt annars eðlis. Þetta eru önnur atvik sem um ræðir þannig ég held að fyrri mál hafi ekki fordæmis gildi eða neina þýðingu við úrlausn þessa,“ segir Hörður Felix.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira