Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2016 19:45 Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason. Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason.
Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19