Það var eðlilega gríðarlegur áhugi á oddaleik Golden State og Oklahoma í gærnótt og fólk greiddi vel fyrir góð sæti.
Sá sem líklega greiddi mest borgaði 7,5 milljónir króna fyrir tvö sæti á fremsta bekk.
Einhverjir greiddu síðan rúmlega milljón krónur fyrir sæti á öðrum bekk. Það er fáheyrt.
Meðalverð miða á leikinn er sagt hafa verið 120 þúsund krónur en það er næsthæsta miðaverð á leik 7 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Meðalverð miða á leik Miami og San Antonio árið 2013 var 170 þúsund krónur.
Borgaði 7,5 milljónir fyrir tvo miða á oddaleikinn

Tengdar fréttir

Mögnuð endurkoma meistaranna fullkomnuð
Steph Curry átti frábæran leik er Golden State Warriors tryggði sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð.