Útgjöld vegna atvinnuleysis minnka um tvo milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 14:07 Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira