Útgjöld vegna atvinnuleysis minnka um tvo milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 14:07 Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira