Allir sem borguðu í strætó í gær fá endurgreitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. september 2016 10:21 Ekki var hægt að breyta fargjaldinu í smáforriti Strætó í núll krónur. vísir/ernir Nokkur fjöldi fólks greiddi fargjaldið í Strætó í gær þrátt fyrir að frítt hafi átt að vera í alla vagna í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Ástæðan var að ekki var hægt að loka fyrir miðakaup í gegnum smáforrit Strætó en allir farþegar fá endurgreitt á næstu dögum, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Þetta var bara fólk sem hafði keypt miða í gegnum Strætó-appið, en það var lokað fyrir baukinn. Það hafði greinilega ekki lesið auglýsingar um að það væri frítt í Strætó,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes segir að töluvert hafi verið um kvartanir í gær en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi upp. Ekki sé hægt að breyta fargjaldinu í forritinu í núll krónur og að þá hafi ekki verið hægt að setja tilkynningu um að fólk gæti ferðast því að kostnaðarlausu inn á appið. „Þó þetta sé tölvutækni þá er hún kannski ekki svo einföld. Við reyndum að auglýsa þetta en það voru ekki allir sem tóku eftir því.“Jóhannes segir að þegar upp var staðið hafi allir verið sáttir, en þeir sem greiddu fargjaldið fá endurgreitt á næstu dögum. Fargjaldið hljóðar upp á 420 krónur.vísir/anton brinkÞetta sama vandamál hafi einnig komið upp á síðasta ári, sem og reglulega á menningarnótt og sautjánda júní, þegar frítt er í Strætó. „Í raun er þetta bara of flókið að eiga við þetta forrit. Það er einfaldara að endurgreiða bara öllum í einni keyrslu,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segist hann ekki hafa tölur að svo stöddu um hversu margir greiddu fargjaldið, sem hljóðar upp á 420 krónur, en að hann viti til þess að þetta hafi verið nokkur fjöldi. „Ekkert neinn gríðarlegur fjöldi, en einhver fjöldi.“ Þá segir Jóhannes að strætisvagnar hafi verið nokkuð vel sóttir í gær og að markmið dagsins hafi verið að hvetja fólk til þess að nýta sér frekar almenningssamgöngur frekar heldur en einkabílinn. „Við erum að nota tækifærið til að markaðssetja þjónustuna samhliða þessari evrópsku samgönguviku sem nú er í gangi. Með þessu getum við kynnt strætókerfið og gefið fleiri kost á að nýta sér það.“ Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri Menningarinnar á RÚV, var einn þeirra sem vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Frítt í Strætó í dag. Gætið að því áður en þið virkjið miðann eins og allir í leið 14 hafa gert áður en bílstjórinn færði þeim gleðitíðindin— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) September 22, 2016 Tengdar fréttir Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks greiddi fargjaldið í Strætó í gær þrátt fyrir að frítt hafi átt að vera í alla vagna í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Ástæðan var að ekki var hægt að loka fyrir miðakaup í gegnum smáforrit Strætó en allir farþegar fá endurgreitt á næstu dögum, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Þetta var bara fólk sem hafði keypt miða í gegnum Strætó-appið, en það var lokað fyrir baukinn. Það hafði greinilega ekki lesið auglýsingar um að það væri frítt í Strætó,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes segir að töluvert hafi verið um kvartanir í gær en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi upp. Ekki sé hægt að breyta fargjaldinu í forritinu í núll krónur og að þá hafi ekki verið hægt að setja tilkynningu um að fólk gæti ferðast því að kostnaðarlausu inn á appið. „Þó þetta sé tölvutækni þá er hún kannski ekki svo einföld. Við reyndum að auglýsa þetta en það voru ekki allir sem tóku eftir því.“Jóhannes segir að þegar upp var staðið hafi allir verið sáttir, en þeir sem greiddu fargjaldið fá endurgreitt á næstu dögum. Fargjaldið hljóðar upp á 420 krónur.vísir/anton brinkÞetta sama vandamál hafi einnig komið upp á síðasta ári, sem og reglulega á menningarnótt og sautjánda júní, þegar frítt er í Strætó. „Í raun er þetta bara of flókið að eiga við þetta forrit. Það er einfaldara að endurgreiða bara öllum í einni keyrslu,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segist hann ekki hafa tölur að svo stöddu um hversu margir greiddu fargjaldið, sem hljóðar upp á 420 krónur, en að hann viti til þess að þetta hafi verið nokkur fjöldi. „Ekkert neinn gríðarlegur fjöldi, en einhver fjöldi.“ Þá segir Jóhannes að strætisvagnar hafi verið nokkuð vel sóttir í gær og að markmið dagsins hafi verið að hvetja fólk til þess að nýta sér frekar almenningssamgöngur frekar heldur en einkabílinn. „Við erum að nota tækifærið til að markaðssetja þjónustuna samhliða þessari evrópsku samgönguviku sem nú er í gangi. Með þessu getum við kynnt strætókerfið og gefið fleiri kost á að nýta sér það.“ Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri Menningarinnar á RÚV, var einn þeirra sem vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Frítt í Strætó í dag. Gætið að því áður en þið virkjið miðann eins og allir í leið 14 hafa gert áður en bílstjórinn færði þeim gleðitíðindin— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) September 22, 2016
Tengdar fréttir Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00