Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 21:15 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið.
Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Sjá meira