Fjörutíu prósent færri íbúðir nú í eigu Íbúðalánasjóðs Sæunn Gísladóttir skrifar 27. apríl 2016 07:00 Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs hefur fækkað um 834 eða tæplega fjörutíu prósent á síðustu tveimur árum. Í lok mars 2016 voru 1.287 eignir í eigu Íbúðalánasjóðs samanborið við 2.121 í mars árið 2014. Stefnt er að því að þær verði 750 í árslok. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er meirihluti íbúða seldur einstaklingum. Eignir á Suðurnesjum hafa selst sérstaklega vel á tímabilinu. Íbúðalánasjóður hefur losað fjölda eigna að undanförnu. Í desember síðastliðnum voru svo 504 eignir í fimmtán eignasöfnum settar í söluferli og rann tilboðsfrestur út þann 3. febrúar síðastliðinn. Í síðustu viku var tilkynnt að nú þegar hafi Íbúðalánasjóður og Heimavellir náð samkomulagi um sölu á 139 þeirra íbúða. Markmiðið er að selja eftirstandandi eignir í safninu á árinu.Ágúst Kr. BjörnssonÁ síðustu tveimur árum hefur íbúðum Íbúðalánasjóðs á öllu landinu fækkað mismikið eftir landshlutum, eða um fimm til fimmtíu og þrjú prósent. „Sala eigna hefur tekið vel við sér á flestum markaðssvæðum í landinu en þó misfljótt. Nú er lífleg sala nánast um land allt en mismikil þó eftir landsvæðum eins og fram kemur um Suðurnes,“ segir Ágúst Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna Íbúðalánasjóðs. Íbúðum í eigu sjóðsins hefur fækkað um 432 á Suðurnesjum á tímabilinu. Ágúst segir að mikil eignasala á Suðurnesjum tengist að líkindum sterkara atvinnulífi, uppbyggingu í ferðamannaþjónustu og fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að selja níu hundruð eignir á árinu 2016. Nú hafa 313 eignir selst og búið að samþykkja kauptilboð í 331 eign til viðbótar. Á sama tíma er áætlað að þrjú hundruð eignir bætist við safnið. Markmiðið er því að í árslok 2016 verði eignir orðnar um sjö hundruð. „Helsta ástæða þess að þrjú hundruð eignir bætast við á árinu er að nú er verið að ljúka úrvinnslu þungra greiðsluerfiðleikamála þar sem þessar eignir hafa verið í sérstakri skuldameðferð sem ekki hefur gengið upp eða hafa ekki náð að fá lausn í slíkum úrræðum. Þá er stundum um að ræða eignir þar sem eigendur eru fluttir til annarra landa og þar af leiðandi hefur tekið lengri tíma að ná fram fullnustu. Ætla má að til lengri tíma litið komi inn í kringum 100 eignir að jafnaði á ári af slíkum ástæðum,“ segir Ágúst. Íbúðum í eigu fjármálastofnana fækkaði verulega á síðustu tveimur árum. Frá desember 2013 til desember 2015 fækkaði þeim úr 3.532 í 2.246, eða um 46 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er meirihluti eigna seldur einstaklingum í gegnum fasteignasölur. Frá ársbyrjun 2008 til 24. apríl 2016 hefur sjóðurinn selt 3.159 eignir. Af þeim hafa 425 eignir farið í tveimur pakkasölum til leigufélaga, þá hafa 450 eignir farið í dótturfélag sjóðsins, Leigufélagið Klett. Ágúst segir að eignir Íbúðalánasjóðs séu seldar á markaðsverði, hvort sem þær séu seldar leigufélögum eða öðrum. „Við sölu eigna leggur Íbúðalánasjóður áherslu á að verðleggja eignir sem allra best í takt við markaðsvirði þeirra eftir því á hvaða landsvæði þær eru og eftir því í hvaða ástandi þær eru. Rétt er að benda á að markaðsvirði eigna er mjög mismunandi eftir landsvæðum, hæst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu og lægra í öðrum landshlutum. Þá eru til svæði þar sem markaðsverð er einungis brot af verði sambærilegrar eignar í Reykjavík,“ segir Ágúst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs hefur fækkað um 834 eða tæplega fjörutíu prósent á síðustu tveimur árum. Í lok mars 2016 voru 1.287 eignir í eigu Íbúðalánasjóðs samanborið við 2.121 í mars árið 2014. Stefnt er að því að þær verði 750 í árslok. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er meirihluti íbúða seldur einstaklingum. Eignir á Suðurnesjum hafa selst sérstaklega vel á tímabilinu. Íbúðalánasjóður hefur losað fjölda eigna að undanförnu. Í desember síðastliðnum voru svo 504 eignir í fimmtán eignasöfnum settar í söluferli og rann tilboðsfrestur út þann 3. febrúar síðastliðinn. Í síðustu viku var tilkynnt að nú þegar hafi Íbúðalánasjóður og Heimavellir náð samkomulagi um sölu á 139 þeirra íbúða. Markmiðið er að selja eftirstandandi eignir í safninu á árinu.Ágúst Kr. BjörnssonÁ síðustu tveimur árum hefur íbúðum Íbúðalánasjóðs á öllu landinu fækkað mismikið eftir landshlutum, eða um fimm til fimmtíu og þrjú prósent. „Sala eigna hefur tekið vel við sér á flestum markaðssvæðum í landinu en þó misfljótt. Nú er lífleg sala nánast um land allt en mismikil þó eftir landsvæðum eins og fram kemur um Suðurnes,“ segir Ágúst Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna Íbúðalánasjóðs. Íbúðum í eigu sjóðsins hefur fækkað um 432 á Suðurnesjum á tímabilinu. Ágúst segir að mikil eignasala á Suðurnesjum tengist að líkindum sterkara atvinnulífi, uppbyggingu í ferðamannaþjónustu og fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að selja níu hundruð eignir á árinu 2016. Nú hafa 313 eignir selst og búið að samþykkja kauptilboð í 331 eign til viðbótar. Á sama tíma er áætlað að þrjú hundruð eignir bætist við safnið. Markmiðið er því að í árslok 2016 verði eignir orðnar um sjö hundruð. „Helsta ástæða þess að þrjú hundruð eignir bætast við á árinu er að nú er verið að ljúka úrvinnslu þungra greiðsluerfiðleikamála þar sem þessar eignir hafa verið í sérstakri skuldameðferð sem ekki hefur gengið upp eða hafa ekki náð að fá lausn í slíkum úrræðum. Þá er stundum um að ræða eignir þar sem eigendur eru fluttir til annarra landa og þar af leiðandi hefur tekið lengri tíma að ná fram fullnustu. Ætla má að til lengri tíma litið komi inn í kringum 100 eignir að jafnaði á ári af slíkum ástæðum,“ segir Ágúst. Íbúðum í eigu fjármálastofnana fækkaði verulega á síðustu tveimur árum. Frá desember 2013 til desember 2015 fækkaði þeim úr 3.532 í 2.246, eða um 46 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er meirihluti eigna seldur einstaklingum í gegnum fasteignasölur. Frá ársbyrjun 2008 til 24. apríl 2016 hefur sjóðurinn selt 3.159 eignir. Af þeim hafa 425 eignir farið í tveimur pakkasölum til leigufélaga, þá hafa 450 eignir farið í dótturfélag sjóðsins, Leigufélagið Klett. Ágúst segir að eignir Íbúðalánasjóðs séu seldar á markaðsverði, hvort sem þær séu seldar leigufélögum eða öðrum. „Við sölu eigna leggur Íbúðalánasjóður áherslu á að verðleggja eignir sem allra best í takt við markaðsvirði þeirra eftir því á hvaða landsvæði þær eru og eftir því í hvaða ástandi þær eru. Rétt er að benda á að markaðsvirði eigna er mjög mismunandi eftir landsvæðum, hæst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu og lægra í öðrum landshlutum. Þá eru til svæði þar sem markaðsverð er einungis brot af verði sambærilegrar eignar í Reykjavík,“ segir Ágúst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent