Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2016 19:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður. Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður.
Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45