Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2016 19:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður. Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund krónur á ári og hafa skilað þjóðinni tólfhundruð milljarða króna ávinningi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum sem kynntar voru á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í dag. Þekking er verðmæti og á sviði jarðvarma hefur Íslendingum auðnast að gera hana að útflutningsvöru sem áætlað hefur verið að skili um tíu milljarða króna gjaldeyristekjum á ári. Ráðstefnan „Iceland Geothermal Conference 2016“ er einn anginn. Um áttahundruð manns frá um fimmtíu þjóðlöndum eru komin saman í Hörpu til að læra um nýtingu jarðhita á ráðstefnu sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir. Milli þess sem gestir hlýða á fyrirlestra býðst þeim að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana og þjónustu þeirra. „Hér eru komin hátt í fimmtíu þjóðerni af sérfræðingum, allsstaðar að úr heiminm, til þess að læra af Íslendingum og upplifa hvernig Íslendingar hafa nýtt jarðhitann, okkur öllum til framdráttar,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Rósbjörg Jónsdóttir ráðstefnustjóri.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Alls verða fluttir 64 fyrirlestrar. Einna mesta athygli vakti í dag lýsing forstjóra Landsvirkjunar á þjóðhagslegum ávinningi Íslendinga undanfarna áratugi af nýtingu jarðhita til húsahitunar í stað kola og olíu en tölurnar reiknaði Orkustofnun. Uppsafnaður telst ávinningurinn vera um tíu milljarðar dollara. „Og á árinu 2014, sem eru nýjustu tölur frá Orkustofnun, þá er þjóðhagslegur sparnaður á hverju ári á hvern íbúa 1.600 dollarar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og þá eru ekki talin með lífsgæði sem felast í sundlaugum, gróðurhúsum og að geta leyft sér að kynda stór hús. „Áhrif á almenning eru mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þar til viðbótar höfum við svo fengið jákvæðu umhverfisáhrifin sem eru að hjálpa okkur í því að við erum meðal fremstu þjóða í baráttu gegn loftlagsáhrifum, með því að vera með 85 prósent af okkar frumorkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Hörður.
Tengdar fréttir Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45