Google, Facebook og fleiri tæknirisar í Hörpu á föstudag Tinni Sveinsson skrifar 6. september 2016 16:30 Haustráðstefna Advania er nú haldin í 22. skipti og munu leiðandi aðilar miðla þekkingu sinni og framtíðarsýn. Facebook at Work, internetvæðing hlutanna hjá Google og sýndarveruleiki RVX í Hollywood-myndum er meðal þess sem fyrirlesarar fara yfir á Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnan fer fram í Hörpu á föstudaginn. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og skrá sig á heimasíðu hennar en af mörgu er að taka. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Hafsteinsson, sem stjórnar vöruþróun hjá Google. Guðmundur á langan feril að baki hjá tæknifyrirtækjum víðsvegar um heiminn og nefnist fyrirlestur hans Þriðja byltingin. „Fyrsta tölvubyltingin sem náði til neytenda hófst með aðgengi að vefnum í gegnum borðtölvur. Fólk hafði þá greiðan aðgang að heilum heimi upplýsinga á eigin heimili. Önnur bylting hófst með tilkomu snjallsímans, sem breytti því hvernig fólk notar tæknilausnir og gerði upplýsingaflæðið persónulegra og aðgengilegra. Samhliða því að tæknin verður allt umlykjandi, stöndum við á mörkum þriðju tölvubyltingarinnar. Aðgengi fólks að upplýsingum og aðstoð verður ekki bundið við borðtölvur, fartölvur eða snjallsíma, heldur bíla, úr, hátalara, sjónvörp og fleira,“ segir í lýsingu á fyrirlestri Guðmundar. Cathy Yum mætir frá Facebook og ætlar að skyggnast bak við tjöldin á Facebook at Work, sem mörg íslensk fyrirtæki hafa nú augastað á. Í erindi hennar verður skoðað hvernig Eimskip og Icelandair hafa bætt samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með Facebook at Work. Hún ræðir einnig við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðinguna. Öryggissérfræðingurinn Rik Ferguson fer á skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Hann hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, meðal annars Europol. Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, setur ráðstefnuna klukkan 8.30 á föstudagsmorgun og stendur hún allan daginn. Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Facebook at Work, internetvæðing hlutanna hjá Google og sýndarveruleiki RVX í Hollywood-myndum er meðal þess sem fyrirlesarar fara yfir á Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnan fer fram í Hörpu á föstudaginn. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og skrá sig á heimasíðu hennar en af mörgu er að taka. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Hafsteinsson, sem stjórnar vöruþróun hjá Google. Guðmundur á langan feril að baki hjá tæknifyrirtækjum víðsvegar um heiminn og nefnist fyrirlestur hans Þriðja byltingin. „Fyrsta tölvubyltingin sem náði til neytenda hófst með aðgengi að vefnum í gegnum borðtölvur. Fólk hafði þá greiðan aðgang að heilum heimi upplýsinga á eigin heimili. Önnur bylting hófst með tilkomu snjallsímans, sem breytti því hvernig fólk notar tæknilausnir og gerði upplýsingaflæðið persónulegra og aðgengilegra. Samhliða því að tæknin verður allt umlykjandi, stöndum við á mörkum þriðju tölvubyltingarinnar. Aðgengi fólks að upplýsingum og aðstoð verður ekki bundið við borðtölvur, fartölvur eða snjallsíma, heldur bíla, úr, hátalara, sjónvörp og fleira,“ segir í lýsingu á fyrirlestri Guðmundar. Cathy Yum mætir frá Facebook og ætlar að skyggnast bak við tjöldin á Facebook at Work, sem mörg íslensk fyrirtæki hafa nú augastað á. Í erindi hennar verður skoðað hvernig Eimskip og Icelandair hafa bætt samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með Facebook at Work. Hún ræðir einnig við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðinguna. Öryggissérfræðingurinn Rik Ferguson fer á skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Hann hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, meðal annars Europol. Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, setur ráðstefnuna klukkan 8.30 á föstudagsmorgun og stendur hún allan daginn.
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira