Hreyfing komin á fjármögnun raforkusæstrengs Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu. Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu.
Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira