Hreyfing komin á fjármögnun raforkusæstrengs Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira