Hagnaður Orkuveitunnar þrefaldast milli ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2016 15:30 Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 9,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn þrefaldast milli ára. Vísir/Vilhelm Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 9,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn þrefaldast milli ára en hann nam rúmum þremur milljörðum í fyrra. Fram kemur í tilkynningu að afkoman sé traust og góð. Tekjur eru stöðugar sem og gjöld en áhrifa nýlegra kjarasamninga gætir nokkuð í uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016. Rekstrarhagnaður (EBIT) og framlegð (EBITDA) eru svipuð og á sama tímabili síðustu ár. Styrking gengis íslensku krónunnar hefur jákvæð áhrif á hvort tveggja rekstrarniðurstöðu tímabilsins og skuldastöðuna í lok þess. Nettóskuldir OR hafa lækkað um 17,8 milljarða króna frá áramótum. Þar af hefur styrking krónunnar skilað 3,8 milljörðum til lækkunar skulda. Þessi fjárhæð færist OR til tekna og rekstrarniðurstaða tímabilsins er hagnaður sem nemur 9,4 milljörðum króna.Gjaldskrárlækkun um áramótÍ gær tilkynntu Veitur um gjaldskrárbreytingar sem verða um áramót. Veitur er dótturfyrirtæki OR sem sér um rekstur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Sparnaður í rekstrinum gerir fyrirtækinu kleift að lækka gjaldskrá rafmagnsdreifingar um 5,8 prósent. Rafveita Veitna þjónar Reykjavík, Akranesi, Mosfellsbæ, Kópavogi og meirihluta Garðabæjar. Gjaldskrá vatnsveitnanna lækkar um allt að 11,2 prósent en miklar fjárfestingar í fráveitum og hitaveitum leyfa ekki lækkun á þeim gjaldskrám. Bjarni Bjarnason, forstjóri segir í tilkynningu: Viðskiptavinir okkar njóta árangurs í rekstri samstæðunnar um áramótin með lækkuðum gjöldum fyrir hluta veituþjónustunnar. Sparnaður í rekstrinum gerir okkur skylt að skila ávinningnum til viðskiptavina þeirra veitna sem standa best. Þannig virkar veitureksturinn. Verð á þjónustu sem seld er í samkeppni við aðra lýtur öðrum lögmálum. Á þeim mörkuðum getur fólk flutt viðskipti sín annað ef við stöndum okkur ekki. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 9,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn þrefaldast milli ára en hann nam rúmum þremur milljörðum í fyrra. Fram kemur í tilkynningu að afkoman sé traust og góð. Tekjur eru stöðugar sem og gjöld en áhrifa nýlegra kjarasamninga gætir nokkuð í uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016. Rekstrarhagnaður (EBIT) og framlegð (EBITDA) eru svipuð og á sama tímabili síðustu ár. Styrking gengis íslensku krónunnar hefur jákvæð áhrif á hvort tveggja rekstrarniðurstöðu tímabilsins og skuldastöðuna í lok þess. Nettóskuldir OR hafa lækkað um 17,8 milljarða króna frá áramótum. Þar af hefur styrking krónunnar skilað 3,8 milljörðum til lækkunar skulda. Þessi fjárhæð færist OR til tekna og rekstrarniðurstaða tímabilsins er hagnaður sem nemur 9,4 milljörðum króna.Gjaldskrárlækkun um áramótÍ gær tilkynntu Veitur um gjaldskrárbreytingar sem verða um áramót. Veitur er dótturfyrirtæki OR sem sér um rekstur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Sparnaður í rekstrinum gerir fyrirtækinu kleift að lækka gjaldskrá rafmagnsdreifingar um 5,8 prósent. Rafveita Veitna þjónar Reykjavík, Akranesi, Mosfellsbæ, Kópavogi og meirihluta Garðabæjar. Gjaldskrá vatnsveitnanna lækkar um allt að 11,2 prósent en miklar fjárfestingar í fráveitum og hitaveitum leyfa ekki lækkun á þeim gjaldskrám. Bjarni Bjarnason, forstjóri segir í tilkynningu: Viðskiptavinir okkar njóta árangurs í rekstri samstæðunnar um áramótin með lækkuðum gjöldum fyrir hluta veituþjónustunnar. Sparnaður í rekstrinum gerir okkur skylt að skila ávinningnum til viðskiptavina þeirra veitna sem standa best. Þannig virkar veitureksturinn. Verð á þjónustu sem seld er í samkeppni við aðra lýtur öðrum lögmálum. Á þeim mörkuðum getur fólk flutt viðskipti sín annað ef við stöndum okkur ekki.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira