„Eignarhaldsfélag mitt Meson Holding var í eignastýringu hjá Kaupþingi Lúxemborg á árunum 2000-2008. Vegna regluverks um slík félög í Lúxemborg var það praxís bankans að stofna dótturfélög fyrir þau á Bresku jómfrúreyjum – með fullri vitund stjórnvalda í Lúxemborg – ef viðskiptavinur vildi geta fjárfest í öðru en hlutabréfum, skuldabréfum og fasteignum,“ skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson í pistli á Pressunni.
Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að Vilhjálmur átti félag, M-Trade, sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum. Félagið var stofnað árið 2001 og afskráð 2012. Nafn Vilhjálms er ekki að finna í skjölunum en eigandi M-Trade, var félag í eigu Vilhjálms.
Vilhjálmur var gjaldkeri Samfylkingarinnar þar til hann hætti 31. mars síðastliðinn vegna væntanlegrar umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um Panama-skjölin. Í ljósi fréttanna nú hefur hann einnig hætt sem stjórnarmaður Kjarnans.
Í bloggfærslu Vilhjálms segir hann að hann hafi ekki með nokkru móti tengst „viðskiptafléttum af því tagi sem lýst var í þættinum og gengu út á lán til hlutabréfakaupa án áhættu.“ Þá segir hann að ekkert í tengslum við félag hans hafi áhrif til lækkunar á skattgreiðslum í Lúxemborg eða hér á landi.
Vilhjálmur: Stjórnvöld í Lúxemborg vissu alltaf af Tortóla-félaginu
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent


Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent