Sterk króna skilar sér ekki til neytenda Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 13:14 Niðurstaðan hjá ASÍ er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum. Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12 prósent síðan í október 2015 og um 18 prósent ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. „Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur,“ segir í tilkynningunni. Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig verðlag einstakra vöruflokka í undirvísitölum neysluverðs hefur þróast samkvæmt mælingum Hagstofunnar undanfarin tvö ár.„Gengisstyrkingin virðist skila sér með nokkuð misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda.“ Þá sýnir taflan jafnframt að stór heimilistæki hafa lækkað um 17 prósent síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp.Henny Hinz deildarstjóri hagdeildar hjá ASÍ.„Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margskonar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif," svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu ASÍ. Einnig kemur fram að verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6 prósent síðan í október 2015 en eins og Verðlagseftirlit ASÍ hefur áður bent á, voru tollar af fötum og skóm afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7-8 prósenta verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. „Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda,“ segir í tilkynningunni. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2 prósent. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða ætla mætti að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. „Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum.“ Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12 prósent síðan í október 2015 og um 18 prósent ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. „Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur,“ segir í tilkynningunni. Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig verðlag einstakra vöruflokka í undirvísitölum neysluverðs hefur þróast samkvæmt mælingum Hagstofunnar undanfarin tvö ár.„Gengisstyrkingin virðist skila sér með nokkuð misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda.“ Þá sýnir taflan jafnframt að stór heimilistæki hafa lækkað um 17 prósent síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp.Henny Hinz deildarstjóri hagdeildar hjá ASÍ.„Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margskonar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif," svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu ASÍ. Einnig kemur fram að verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6 prósent síðan í október 2015 en eins og Verðlagseftirlit ASÍ hefur áður bent á, voru tollar af fötum og skóm afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7-8 prósenta verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. „Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda,“ segir í tilkynningunni. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2 prósent. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða ætla mætti að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. „Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum.“
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent