Ríkið afsalar sér fimm hundruð milljónum Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júní 2016 07:00 Hjá ríkissáttasemjara eru bakaðar vöfflur þegar samningar nást. Hér gæða forystumenn sjómanna, Árni Bjarnason formaður Farmanna og fiskimannasambandsins og Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamambandsins, sér á veitingunum. Vísir/Stefán Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira