Útrýmum viðbjóði Frosti Logason skrifar 10. mars 2016 07:00 Hvað segja fordómafullir hommafóbar þegar þeir eru komnir út í horn? Þeir segja Ég hef ekkert á móti hommum. Ég á fullt af vinum sem eru hommar. Persónulega, þegar ég hugsa það í fljótu bragði, á ég ekki marga vini sem eru hommar. Ég þekki einhverja svona í kringum mig og ég veit ekki betur en þeir séu allir öndvegis náungar. Kannski er einhver vinur minn að lesa þetta sem ég er að gleyma. Ég biðst þá afsökunar á því. Það er þá ekki vegna þess að viðkomandi er ekki eftirminnilegur karakter. Það er einfaldlega vegna þess að ég pæli ekkert í kynhneigð fólks. En núna eru allir að tala um BDSM. Ég veit lítið sem ekkert um BDSM. Sennilega er ég ekki einn um það. Skammstöfunin stendur víst fyrir bindi, drottnun/undirgefni, sadó/masókisma og munalosti. Ég hef séð myndir af fólki meira og minna berrössuðu, tjóðrað upp við staura, með hrossamúl á hausnum og stóra gúmmíkúlu í skoltinum. En meira veit ég ekki. Það er auðvelt að falla í gryfju fordóma og hneykslunar þegar maður þekkir ekki eitthvað. Þannig var það jú fyrst með hommana. Fyrir tuttugu árum voru Íslendingar fullir af fordómum í garð þeirra. Þá var íslenskt samfélag viðbjóðslegt. Þegar við svo fórum að fræðast um samkynhneigð varð samfélagið aðeins minna viðbjóðslegt. Það er nefnilega þannig að því meira sem við vitum um eitthvað því betur kunnum við að meta það. Þetta á við um allt nema trúarbrögð. Því legg ég til að við dreifum bæklingum um mismunandi kynvitund fólks í barnaskóla landsins í stað Nýja testamentisins. Smátt og smátt fjarlægjumst við þannig hið viðbjóðslega fordómasamfélag sem við eitt sinn vorum. Það væri mjög jákvætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór
Hvað segja fordómafullir hommafóbar þegar þeir eru komnir út í horn? Þeir segja Ég hef ekkert á móti hommum. Ég á fullt af vinum sem eru hommar. Persónulega, þegar ég hugsa það í fljótu bragði, á ég ekki marga vini sem eru hommar. Ég þekki einhverja svona í kringum mig og ég veit ekki betur en þeir séu allir öndvegis náungar. Kannski er einhver vinur minn að lesa þetta sem ég er að gleyma. Ég biðst þá afsökunar á því. Það er þá ekki vegna þess að viðkomandi er ekki eftirminnilegur karakter. Það er einfaldlega vegna þess að ég pæli ekkert í kynhneigð fólks. En núna eru allir að tala um BDSM. Ég veit lítið sem ekkert um BDSM. Sennilega er ég ekki einn um það. Skammstöfunin stendur víst fyrir bindi, drottnun/undirgefni, sadó/masókisma og munalosti. Ég hef séð myndir af fólki meira og minna berrössuðu, tjóðrað upp við staura, með hrossamúl á hausnum og stóra gúmmíkúlu í skoltinum. En meira veit ég ekki. Það er auðvelt að falla í gryfju fordóma og hneykslunar þegar maður þekkir ekki eitthvað. Þannig var það jú fyrst með hommana. Fyrir tuttugu árum voru Íslendingar fullir af fordómum í garð þeirra. Þá var íslenskt samfélag viðbjóðslegt. Þegar við svo fórum að fræðast um samkynhneigð varð samfélagið aðeins minna viðbjóðslegt. Það er nefnilega þannig að því meira sem við vitum um eitthvað því betur kunnum við að meta það. Þetta á við um allt nema trúarbrögð. Því legg ég til að við dreifum bæklingum um mismunandi kynvitund fólks í barnaskóla landsins í stað Nýja testamentisins. Smátt og smátt fjarlægjumst við þannig hið viðbjóðslega fordómasamfélag sem við eitt sinn vorum. Það væri mjög jákvætt.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun