Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:30 Karítas hefur búið í sex löndum og hefur áhuga á ferðalögum. Vísir/GVA „Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf. Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf.
Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira