Seldi eiginkonunni hús fimm dögum eftir dóm Ingvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2016 07:00 Páll seldi eiginkonu sinni hlut í einbýlishúsi þeirra eftir að dómur féll, þar sem greiðslum til Páls frá Icecapital var rift. Fimm dögum eftir að Páll Þór Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Icecapital, var dæmdur til að greiða þrotabúi Icecapital ríflega 120 milljónir króna seldi hann eiginkonu sinni, Gabríelu Kristjánsdóttur helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi þeirra í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 87 milljónir króna. Þrotabúinu hefur ekki tekist að innheimta skuldina. Alls nema lýstar kröfur í þrotabú Icecapital, sem lýst var gjaldþrota árið 2012, 51 milljarði króna. Þann 2. október 2014 var þrotabúinu dæmdar 520 milljónir í Héraðsdómi Reykjaness vegna riftunar á ýmsum gerningum stjórnenda Icecapital haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Félagið var í eigu fjölskyldu Óla í Olís heitins, Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, eiginkonu Páls. Í afsali einbýlishússins, dagsett þann 7. október 2014, sem sent var inn til sýslumanns, kemur fram að Páll hafi selt helmingshlut í húsnæðinu til eiginkonu sinnar sem eignaðist það þar með að fullu. Ekki kemur fram hvað var greitt fyrir hlutinn. Páll og mágur hans Jón Kristjánsson, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna, með dráttarvöxtum að sögn Ómars Arnar Bjarnþórssonar, skiptastjóra búsins. Riftanir sem snúa beint að Páli og Jóni voru vegna arðgreiðslna úr Icecapital í október 2008 og kaupa Icecapital á stofnbréfum í Byr frá 4. nóvember 2008. Samkvæmt dómnum voru stofnbréfin í Byr verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Enn er ódæmt í Hæstarétti vegna Byrs-viðskiptanna er snúa að Jóni. „Staðan er sú að þeir virðast ekki vera með lögheimili hér á landi eða skráðar eignir hér,“ segir Ómar. Jón er með lögheimili á Möltu á meðan eiginkona hans er með lögheimili hér á landi. Þá eru bæði Páll og eiginkona hans Gabríela með lögheimili í Bandaríkjunum. Auk þess hefur fjöldi félaga í þeirra eigu verið færður í erlent eignarhald á síðustu árum. „Það þýðir þá að þrotabúið þarf að leita út fyrir landsteinana til að sækja á þá eða einhverjar eignir sem þeir eru með þar í félögum eða öðru,“ segir Ómar.Ekkert greitt fyrir arðbært þyrlufyrirtæki Eitt riftunarmálanna sem dæmt var í í október 2014 snéri að sölu á 2/3 hlutar í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi út úr Icecapital í desember 2008, skömmu eftir bankahrunið, til félagsins NF Holding. Stundin greindi frá því að kaupin hafi verið fjármögnuð með láni frá Icecapital sem endurgreiða átti árið 2018, áratug síðar. NF Holding greiddi aldrei fyrir Norðurflug. Árið 2011 var Norðurflug selt áfram til félagsins Pluma ehf., sem var undir stjórn Páls Þórs Magnússonar en ekki liggur fyrir hvað greitt var fyrir félagið. Norðurflug er nú í eigu erlendra félaga sem tengjast eigendum Icecapital. Fyrirtækið hagnaðist um 160 milljónir króna á árunum 2013 og 2014. Þá seldu hluthafar í Norðurflugi þriðjungshlut í því til Air Greenland síðasta sumar á 200 milljónir króna. Ómar, skiptastjóri Icecapital, lét framkvæma árangurslaust fjárnám í NF Holding, sem nú heitir Moxom, þann 25. nóvember 2015, þar sem félagið var eignalaust. Í kjölfarið var félagið lýst gjaldþrota og þarf skiptastjóri Moxom því að sækja féð sem Icecapital hefur verið dæmt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fimm dögum eftir að Páll Þór Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Icecapital, var dæmdur til að greiða þrotabúi Icecapital ríflega 120 milljónir króna seldi hann eiginkonu sinni, Gabríelu Kristjánsdóttur helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi þeirra í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 87 milljónir króna. Þrotabúinu hefur ekki tekist að innheimta skuldina. Alls nema lýstar kröfur í þrotabú Icecapital, sem lýst var gjaldþrota árið 2012, 51 milljarði króna. Þann 2. október 2014 var þrotabúinu dæmdar 520 milljónir í Héraðsdómi Reykjaness vegna riftunar á ýmsum gerningum stjórnenda Icecapital haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Félagið var í eigu fjölskyldu Óla í Olís heitins, Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, eiginkonu Páls. Í afsali einbýlishússins, dagsett þann 7. október 2014, sem sent var inn til sýslumanns, kemur fram að Páll hafi selt helmingshlut í húsnæðinu til eiginkonu sinnar sem eignaðist það þar með að fullu. Ekki kemur fram hvað var greitt fyrir hlutinn. Páll og mágur hans Jón Kristjánsson, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna, með dráttarvöxtum að sögn Ómars Arnar Bjarnþórssonar, skiptastjóra búsins. Riftanir sem snúa beint að Páli og Jóni voru vegna arðgreiðslna úr Icecapital í október 2008 og kaupa Icecapital á stofnbréfum í Byr frá 4. nóvember 2008. Samkvæmt dómnum voru stofnbréfin í Byr verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Enn er ódæmt í Hæstarétti vegna Byrs-viðskiptanna er snúa að Jóni. „Staðan er sú að þeir virðast ekki vera með lögheimili hér á landi eða skráðar eignir hér,“ segir Ómar. Jón er með lögheimili á Möltu á meðan eiginkona hans er með lögheimili hér á landi. Þá eru bæði Páll og eiginkona hans Gabríela með lögheimili í Bandaríkjunum. Auk þess hefur fjöldi félaga í þeirra eigu verið færður í erlent eignarhald á síðustu árum. „Það þýðir þá að þrotabúið þarf að leita út fyrir landsteinana til að sækja á þá eða einhverjar eignir sem þeir eru með þar í félögum eða öðru,“ segir Ómar.Ekkert greitt fyrir arðbært þyrlufyrirtæki Eitt riftunarmálanna sem dæmt var í í október 2014 snéri að sölu á 2/3 hlutar í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi út úr Icecapital í desember 2008, skömmu eftir bankahrunið, til félagsins NF Holding. Stundin greindi frá því að kaupin hafi verið fjármögnuð með láni frá Icecapital sem endurgreiða átti árið 2018, áratug síðar. NF Holding greiddi aldrei fyrir Norðurflug. Árið 2011 var Norðurflug selt áfram til félagsins Pluma ehf., sem var undir stjórn Páls Þórs Magnússonar en ekki liggur fyrir hvað greitt var fyrir félagið. Norðurflug er nú í eigu erlendra félaga sem tengjast eigendum Icecapital. Fyrirtækið hagnaðist um 160 milljónir króna á árunum 2013 og 2014. Þá seldu hluthafar í Norðurflugi þriðjungshlut í því til Air Greenland síðasta sumar á 200 milljónir króna. Ómar, skiptastjóri Icecapital, lét framkvæma árangurslaust fjárnám í NF Holding, sem nú heitir Moxom, þann 25. nóvember 2015, þar sem félagið var eignalaust. Í kjölfarið var félagið lýst gjaldþrota og þarf skiptastjóri Moxom því að sækja féð sem Icecapital hefur verið dæmt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira