Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 08:45 Ragnhildur Steinunn og Edda koma úr ólíkum geirum og áttum að bókinni og segja gaman að sameina krafta sína með henni. vísir/ernir „Ísland trónir efst á listum um jafnrétti og hefur gert það síðustu sex árin, en við erum að reyna að átta okkur á hver sé raunveruleg staða jafnréttismála hér á landi, hvernig fólk í mismunandi geirum sé að upplifa stöðuna,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en þær Edda Hermannsdóttir hafa ritað viðtalsbók um jafnréttismál sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Bókin, Forystuþjóð, er gefin út í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, og hafa þær fengið stuðning frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. „Þetta eru yfir 30 sögur ólíks hóps úr mismunandi geirum,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Við lögðum mikla áherslu á að fá fólk til að tjá sig um þetta mál sem hefur ekki verið að gera það áður og að fá karla inn í umræðuna líka.“ „Það sem er áhugavert við þetta er að fólk er mjög ósammála um hvaða leiðir eigi að fara til að ná jafnréttismarkmiðum. Okkur finnst umræðan búin að vera ansi einsleit, og sami hópurinn er svolítið búinn að vera að tala um þetta. Sumir viðmælendur eru mjög hlynntir kynjakvótum og jafnlaunavottun, á meðan aðrir eru algjörlega ósammála því,“ segir Edda. „Við erum búnar að vinna þessa bók í yfir ár og það sem hún hefur gert fyrir okkur er það sem við vonum að hún geri á markaðnum, að hún hristi upp í hugmyndum okkar,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Við endurskilgreinum svolítið jafnréttisbaráttuna, og vonandi fer fólk að hugsa á annan hátt um brýnustu efnin,“ segir Edda. „Ég held að það sé lína í bókinni að allir séu sammála um að við séum komin langt, þess vegna heitir hún Forystuþjóð. Hugmyndin að bókinni kviknaði í fyrra þegar við vorum að fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna, mikið hefur áunnist en mörg baráttumál eru eftir,“ segir Edda. Ragnhildur Steinunn bendir á að þótt halli oftast á einn veg séu einnig ýmis jafnréttismál sem varða karla. „Fæðingarorlof feðra og feðrarétturinn eru ekki síður mál sem við eigum öll að berjast fyrir.“ „Ísland hefur allt til að vera forystuþjóð á sviði jafnréttis. Við höfum það rosalega gott lagalega, en við þurfum líka að átta okkur á því að ef ósanngirni ríkir, verður hún ekki minni með því að benda á aðrar þjóðir og segja þær hafa það verra. Við eigum ekki að sætta okkur við það. Við eigum að fara alla leið og vera forystuþjóð,“ segir hún. Þær segjast hafa fundið mikinn meðbyr með bókinni, fjölmörg fyrirtæki hafa nú þegar keypt hana fyrir sína stjórnendahópa. Þær vilja skapa líflegar umræður þegar bókin kemur út og segja að mikil vitundarvakning sé nú í jafnréttismálum. „Það verða líklega tekin ákveðin skref í þessari byltingu í róttæka átt á næstunni,“ segir Edda. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir kvenna í miðborg Reykjavíkur Lögðu niður störf klukkan 14:38 í tilefni Kvennafrídagsins. 24. október 2016 15:52 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Ísland trónir efst á listum um jafnrétti og hefur gert það síðustu sex árin, en við erum að reyna að átta okkur á hver sé raunveruleg staða jafnréttismála hér á landi, hvernig fólk í mismunandi geirum sé að upplifa stöðuna,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en þær Edda Hermannsdóttir hafa ritað viðtalsbók um jafnréttismál sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Bókin, Forystuþjóð, er gefin út í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, og hafa þær fengið stuðning frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. „Þetta eru yfir 30 sögur ólíks hóps úr mismunandi geirum,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Við lögðum mikla áherslu á að fá fólk til að tjá sig um þetta mál sem hefur ekki verið að gera það áður og að fá karla inn í umræðuna líka.“ „Það sem er áhugavert við þetta er að fólk er mjög ósammála um hvaða leiðir eigi að fara til að ná jafnréttismarkmiðum. Okkur finnst umræðan búin að vera ansi einsleit, og sami hópurinn er svolítið búinn að vera að tala um þetta. Sumir viðmælendur eru mjög hlynntir kynjakvótum og jafnlaunavottun, á meðan aðrir eru algjörlega ósammála því,“ segir Edda. „Við erum búnar að vinna þessa bók í yfir ár og það sem hún hefur gert fyrir okkur er það sem við vonum að hún geri á markaðnum, að hún hristi upp í hugmyndum okkar,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Við endurskilgreinum svolítið jafnréttisbaráttuna, og vonandi fer fólk að hugsa á annan hátt um brýnustu efnin,“ segir Edda. „Ég held að það sé lína í bókinni að allir séu sammála um að við séum komin langt, þess vegna heitir hún Forystuþjóð. Hugmyndin að bókinni kviknaði í fyrra þegar við vorum að fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna, mikið hefur áunnist en mörg baráttumál eru eftir,“ segir Edda. Ragnhildur Steinunn bendir á að þótt halli oftast á einn veg séu einnig ýmis jafnréttismál sem varða karla. „Fæðingarorlof feðra og feðrarétturinn eru ekki síður mál sem við eigum öll að berjast fyrir.“ „Ísland hefur allt til að vera forystuþjóð á sviði jafnréttis. Við höfum það rosalega gott lagalega, en við þurfum líka að átta okkur á því að ef ósanngirni ríkir, verður hún ekki minni með því að benda á aðrar þjóðir og segja þær hafa það verra. Við eigum ekki að sætta okkur við það. Við eigum að fara alla leið og vera forystuþjóð,“ segir hún. Þær segjast hafa fundið mikinn meðbyr með bókinni, fjölmörg fyrirtæki hafa nú þegar keypt hana fyrir sína stjórnendahópa. Þær vilja skapa líflegar umræður þegar bókin kemur út og segja að mikil vitundarvakning sé nú í jafnréttismálum. „Það verða líklega tekin ákveðin skref í þessari byltingu í róttæka átt á næstunni,“ segir Edda. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir kvenna í miðborg Reykjavíkur Lögðu niður störf klukkan 14:38 í tilefni Kvennafrídagsins. 24. október 2016 15:52 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þúsundir kvenna í miðborg Reykjavíkur Lögðu niður störf klukkan 14:38 í tilefni Kvennafrídagsins. 24. október 2016 15:52