Leikið var í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag.
Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk þegar Paris Saint-Germain vann öruggan sigur, 45-27, á Mulhouse á heimavelli.
Frönsku landsliðsmennirnir Daniel Narcisse og Samuel Honrubia voru markahæstir í liði PSG með sex mörk hvor.
Snorri Steinn Guðjónsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar þeirra í Nimes eru úr leik eftir fjögurra marka tap, 26-30, fyrir Chartres á heimavelli.
Snorri Steinn var markahæstur í liði Nimes með sjö mörk en þrjú þeirra komu af vítalínunni. Ásgeir Örn skoraði fjögur mörk.
