Hestamenn í hættu staddir Óttar Guðmundsson skrifar 30. janúar 2016 07:00 Í byrjun desember barðist hnefaleikakappinn Gunnar Nelson við brasilískan slagsmálamann. Þjóðin fylgdist með Gunnari tapa í hrottalegum slag þar sem hann varð að þola mörg þung högg. Margir létu í ljósi áhyggjur útaf heilsufari Gunnars eftir þessa útreið. Einhverjir vildu banna svona keppnir þar sem þær gætu haft heilaskaða í för með sér. Heilsufar íþróttamanna hefur lengi verið til umræðu. Heimur nútíma íþrótta er harður og hraustasta fólk verður fyrir meiðslum. Hálft keppnislið Liverpool í fótbolta er þessa daga frá keppni vegna tognunar, brota og alls konar annarra áverka. Engum dettur þó í hug að banna knattspyrnu vegna allra þessara meiddu fótboltamanna sem staulast um Liverpoolborg á hækjum eða í göngugrind. Ein hættulegasta íþrótt sem ég þekki er hestamennska. Ég get án umhugsunar nefnt fjórar til fimm manneskjur á góðum aldri sem duttu af hestbaki og dóu á síðustu árum. Ótalinn er sá hópur sem slasast alvarlega, lamast og brotnar illa á hestbaki. Þrátt fyrir þetta er sjaldan rætt um þá hættu sem stafar af hestamennsku og enginn leggur til bann. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað menn gerðu ef einn skákmaður létist annað hvert ár við taflborðið, annar lamaðist og nokkrir lentu á spítala. Hætt er við að yfirvöld krefðust þess að skáksambandið gerði grein fyrir máli sínu. Þetta væri óásættanlegt ástand. Önnur lögmál eru í gildi varðandi hestamenn. Grána og Sörla er fyrirgefið þótt þeir kasti knöpum sínum ofan í sjúkrarúm eða yfir í annan heim. Það má alltaf selja þá til Þýskalands fyrir góðan pening. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Í byrjun desember barðist hnefaleikakappinn Gunnar Nelson við brasilískan slagsmálamann. Þjóðin fylgdist með Gunnari tapa í hrottalegum slag þar sem hann varð að þola mörg þung högg. Margir létu í ljósi áhyggjur útaf heilsufari Gunnars eftir þessa útreið. Einhverjir vildu banna svona keppnir þar sem þær gætu haft heilaskaða í för með sér. Heilsufar íþróttamanna hefur lengi verið til umræðu. Heimur nútíma íþrótta er harður og hraustasta fólk verður fyrir meiðslum. Hálft keppnislið Liverpool í fótbolta er þessa daga frá keppni vegna tognunar, brota og alls konar annarra áverka. Engum dettur þó í hug að banna knattspyrnu vegna allra þessara meiddu fótboltamanna sem staulast um Liverpoolborg á hækjum eða í göngugrind. Ein hættulegasta íþrótt sem ég þekki er hestamennska. Ég get án umhugsunar nefnt fjórar til fimm manneskjur á góðum aldri sem duttu af hestbaki og dóu á síðustu árum. Ótalinn er sá hópur sem slasast alvarlega, lamast og brotnar illa á hestbaki. Þrátt fyrir þetta er sjaldan rætt um þá hættu sem stafar af hestamennsku og enginn leggur til bann. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað menn gerðu ef einn skákmaður létist annað hvert ár við taflborðið, annar lamaðist og nokkrir lentu á spítala. Hætt er við að yfirvöld krefðust þess að skáksambandið gerði grein fyrir máli sínu. Þetta væri óásættanlegt ástand. Önnur lögmál eru í gildi varðandi hestamenn. Grána og Sörla er fyrirgefið þótt þeir kasti knöpum sínum ofan í sjúkrarúm eða yfir í annan heim. Það má alltaf selja þá til Þýskalands fyrir góðan pening.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun