Kusk á hvítflibbann 18. maí 2016 11:00 Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira