Isavia „ekki stolt“ af upplifun farþega í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 18. maí 2016 11:39 Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af síðasta sumri, segir framkvæmdastjóri FLE. Vísir/Vilhelm/Pjetur Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra. Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra.
Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13
Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24