Skilaskussarnir verði persónulega ábyrgir Ingvar Haraldsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, kallar eftir því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja verði persónulega dregnir til ábyrgðar og þeir sektaðir skili félögin ekki skattskýrslum á réttum tíma. „Það er bara staðreynd að það eru allt of margir sem skila ekki skattframtölum á réttum tíma,“ segir Sigurður. Í grein í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, bendir hann á að 27,1 prósent allra félaga eða 10.628 félög hafi ekki skilað skattframtali innan lögbundins tímafrests og hlotið álagningu vegna rekstrarársins 2014. Þá hafi skattskýrslum fyrir 1.854 félög eða 6,1 prósent þeirra ekki skilað neinu skattframtali fyrir síðustu fimm ár. Sigurður segir að í umferðinni séu bílstjórar sektaðir fyrir að brjóta umferðarlög. Hið sama gildi hins vegar ekki um forsvarsmenn hlutafélaga. „Menn geta fyrir hönd lögaðila sem þeir stýra sleppt því að skila inn skattskýrslum, virðisaukaskattskýrslum og flestum öðrum lögbundnum skattskilagögnum án þess að nokkuð bíti á þá persónulega fyrir þessa vanrækslu,“ ritar Sigurður. Auk sekta á forsvarsmenn félaga gæti komið til álita að leggja umsýslugjald á lögaðila sem félli niður ef tekjuskattur eða tryggingargjald færi yfir þá fjárhæð. Í greininni í Tíund bendir Sigurður á að tekjuskattskyldum félögum hafi fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá árinu 1992 og séu nú 39.189. Af þeim hafi 73 prósent ekki skilað neinum tekjuskatti fyrir árið 2014, 59 prósent hafi ekki greitt nein laun og þar af leiðandi ekkert tryggingargjald. Hins vegar hafi utanumhald um öll þessi félög í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sérstaklega þegar þurfi að fara ofan í kjölinn á rekstri félaganna og áætla skattstofna þar sem félögin skili ekki skattskýrslum. „Þessi kostnaður er ekki greiddur af þeim sem eiga félögin því meirihluti þeirra skilar ekki neinu til samfélagsins.“ Þá spyr Sigurður hvort umburðarlyndi gagnvart „bílstjórum“ hlutafélaganna hafi búið til það sem hann kallar ótækt ástand. „Þegar hátt í einn þriðji er ekki að skila skattframtölum lögaðila er það vísbending um að menn beri ekki virðingu fyrir þessum skyldum sínum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, kallar eftir því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja verði persónulega dregnir til ábyrgðar og þeir sektaðir skili félögin ekki skattskýrslum á réttum tíma. „Það er bara staðreynd að það eru allt of margir sem skila ekki skattframtölum á réttum tíma,“ segir Sigurður. Í grein í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, bendir hann á að 27,1 prósent allra félaga eða 10.628 félög hafi ekki skilað skattframtali innan lögbundins tímafrests og hlotið álagningu vegna rekstrarársins 2014. Þá hafi skattskýrslum fyrir 1.854 félög eða 6,1 prósent þeirra ekki skilað neinu skattframtali fyrir síðustu fimm ár. Sigurður segir að í umferðinni séu bílstjórar sektaðir fyrir að brjóta umferðarlög. Hið sama gildi hins vegar ekki um forsvarsmenn hlutafélaga. „Menn geta fyrir hönd lögaðila sem þeir stýra sleppt því að skila inn skattskýrslum, virðisaukaskattskýrslum og flestum öðrum lögbundnum skattskilagögnum án þess að nokkuð bíti á þá persónulega fyrir þessa vanrækslu,“ ritar Sigurður. Auk sekta á forsvarsmenn félaga gæti komið til álita að leggja umsýslugjald á lögaðila sem félli niður ef tekjuskattur eða tryggingargjald færi yfir þá fjárhæð. Í greininni í Tíund bendir Sigurður á að tekjuskattskyldum félögum hafi fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá árinu 1992 og séu nú 39.189. Af þeim hafi 73 prósent ekki skilað neinum tekjuskatti fyrir árið 2014, 59 prósent hafi ekki greitt nein laun og þar af leiðandi ekkert tryggingargjald. Hins vegar hafi utanumhald um öll þessi félög í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sérstaklega þegar þurfi að fara ofan í kjölinn á rekstri félaganna og áætla skattstofna þar sem félögin skili ekki skattskýrslum. „Þessi kostnaður er ekki greiddur af þeim sem eiga félögin því meirihluti þeirra skilar ekki neinu til samfélagsins.“ Þá spyr Sigurður hvort umburðarlyndi gagnvart „bílstjórum“ hlutafélaganna hafi búið til það sem hann kallar ótækt ástand. „Þegar hátt í einn þriðji er ekki að skila skattframtölum lögaðila er það vísbending um að menn beri ekki virðingu fyrir þessum skyldum sínum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira