Útlendingar greiða skatt af 75% tekna Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2016 11:00 CCP hefur notið aðstoðar fjölmargra erlendra sérfræðinga við að þróa leiki sína allan þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað. Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira