Durant jafnaði eitt af slæmu metunum hans Jordan í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 10:30 Kevin Durant og Michael Jordan. Vísir/Getty Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016 NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Sjá meira
Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016
NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Sjá meira