Durant jafnaði eitt af slæmu metunum hans Jordan í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 10:30 Kevin Durant og Michael Jordan. Vísir/Getty Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016 NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti