Shell býst við verri afkomu Sæunn Gísladóttir skrifar 21. janúar 2016 06:00 Royal Dutch Shell lækkaði afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung 2015 um 39 milljarða íslenskra króna. Fréttablaðið/Getty Í gær lækkaði Royal Dutch Shell afkomuspá sína um 300 milljónir dollara, jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna. Olíufélagið á von á 1,6 milljarða dollara hagnaði, jafnvirði rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi 2015. Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014. Shell áætlar að tekjur ársins muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-1.390 milljarða íslenskra króna, sem er undir áætlun. Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í morgunviðskiptum í gær. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 prósent í og mældist þá 5.692 stig í gærmorgun. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. Tilkynnt var í apríl í fyrra að til stæði að Shell tæki yfir gasfyrirtækið BG Group. Í næstu viku hittast hluthafar til að kjósa um yfirtökuna. Þegar tilkynnt var um yfirtökuna var hrávöruverð á olíu 55 dollarar á tunnu en er nú í kringum 28 dollara. Því er óvíst hvað verður. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í gær lækkaði Royal Dutch Shell afkomuspá sína um 300 milljónir dollara, jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna. Olíufélagið á von á 1,6 milljarða dollara hagnaði, jafnvirði rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi 2015. Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014. Shell áætlar að tekjur ársins muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-1.390 milljarða íslenskra króna, sem er undir áætlun. Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í morgunviðskiptum í gær. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 prósent í og mældist þá 5.692 stig í gærmorgun. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. Tilkynnt var í apríl í fyrra að til stæði að Shell tæki yfir gasfyrirtækið BG Group. Í næstu viku hittast hluthafar til að kjósa um yfirtökuna. Þegar tilkynnt var um yfirtökuna var hrávöruverð á olíu 55 dollarar á tunnu en er nú í kringum 28 dollara. Því er óvíst hvað verður.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira