Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 20. október 2016 18:30 Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira