Bílaumboðin mala gull Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2016 07:00 Hagnaður stærstu umboðanna var mun betri á síðasta ári en árið á undan. vísir Afkoma stærstu bílaumboðanna gerbreyttist til hins betra á árinu 2015, samkvæmt ársreikningum sem nýlega voru birtir í ársreikningaskrá. Greint hefur verið frá vaxandi sölu síðastliðin ár. Til dæmis seldust í fyrra 15.260 fólks- og sendibílar á móti 10.340 bílum árið 2014. Söluaukningin nam 47,5 prósentum í fyrra en 32 prósentum árið á undan. Söluaukningin heldur áfram í ár, á fyrstu átta mánuðum ársins nemur söluaukningin 38 prósentum. Í takt við þetta eykst velta bílaumboðanna verulega. BL er stærsta bílaumboðið og jókst veltan um 3,3 milljarða á síðasta ári, fór úr 13,7 milljörðum í 17 milljarða. Á sama tíma fór rekstrarhagnaður úr tæpum 400 milljónum króna í tæpar ellefu hundruð milljónir. Efnahagsreikningurinn stækkar líka hjá fyrirtækinu, en eignir fóru úr 3,9 milljörðum króna og urðu 5,5 milljarðar króna í lok árs 2015. Stærstur hluti eignanna eru vörubirgðir, sem nema fjórum milljörðum. Skuldirnar fara úr rúmum 3,4 milljörðum króna í fjóra milljarða. Bílaumboðin Hekla og Brimborg voru álíka að stærð, miðað við veltu. Salan hjá Heklu fór úr 9,2 milljörðum króna árið 2014 í 13,9 milljarða í fyrra og salan hjá Brimborg fór úr 9,4 milljörðum í 13,1 milljarð. Hagnaður Brimborgar eftir skatta fór úr 62 milljónum í 326 milljónir en hagnaður Heklu fór aftur á móti úr 3,9 milljónum í 619. Toyota er fjórða stærsta fyrirtækið. Veltan fór úr 7,3 milljörðum árið 2014 í 11 milljarða árið 2015. Hagnaður eftir skatta dregst aftur á móti lítillega saman, fór úr 510 milljónum árið 2014 í 446 milljónir árið 2015. Samdráttur í hagnaði stafar af því að fyrirtækið fékk 453 milljónir í fjármunatekjur árið 2014 en greiddi 98 milljónir í fjármagnsgjöld á nýliðnu ári. Fram kemur í ársreikningi að ákveðið var að Toyota myndi greiða eigendum sínum 200 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins Bílasölur keyptu tæplega helming nýrra bíla hér á landi. 1. júlí 2016 14:48 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Afkoma stærstu bílaumboðanna gerbreyttist til hins betra á árinu 2015, samkvæmt ársreikningum sem nýlega voru birtir í ársreikningaskrá. Greint hefur verið frá vaxandi sölu síðastliðin ár. Til dæmis seldust í fyrra 15.260 fólks- og sendibílar á móti 10.340 bílum árið 2014. Söluaukningin nam 47,5 prósentum í fyrra en 32 prósentum árið á undan. Söluaukningin heldur áfram í ár, á fyrstu átta mánuðum ársins nemur söluaukningin 38 prósentum. Í takt við þetta eykst velta bílaumboðanna verulega. BL er stærsta bílaumboðið og jókst veltan um 3,3 milljarða á síðasta ári, fór úr 13,7 milljörðum í 17 milljarða. Á sama tíma fór rekstrarhagnaður úr tæpum 400 milljónum króna í tæpar ellefu hundruð milljónir. Efnahagsreikningurinn stækkar líka hjá fyrirtækinu, en eignir fóru úr 3,9 milljörðum króna og urðu 5,5 milljarðar króna í lok árs 2015. Stærstur hluti eignanna eru vörubirgðir, sem nema fjórum milljörðum. Skuldirnar fara úr rúmum 3,4 milljörðum króna í fjóra milljarða. Bílaumboðin Hekla og Brimborg voru álíka að stærð, miðað við veltu. Salan hjá Heklu fór úr 9,2 milljörðum króna árið 2014 í 13,9 milljarða í fyrra og salan hjá Brimborg fór úr 9,4 milljörðum í 13,1 milljarð. Hagnaður Brimborgar eftir skatta fór úr 62 milljónum í 326 milljónir en hagnaður Heklu fór aftur á móti úr 3,9 milljónum í 619. Toyota er fjórða stærsta fyrirtækið. Veltan fór úr 7,3 milljörðum árið 2014 í 11 milljarða árið 2015. Hagnaður eftir skatta dregst aftur á móti lítillega saman, fór úr 510 milljónum árið 2014 í 446 milljónir árið 2015. Samdráttur í hagnaði stafar af því að fyrirtækið fékk 453 milljónir í fjármunatekjur árið 2014 en greiddi 98 milljónir í fjármagnsgjöld á nýliðnu ári. Fram kemur í ársreikningi að ákveðið var að Toyota myndi greiða eigendum sínum 200 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins Bílasölur keyptu tæplega helming nýrra bíla hér á landi. 1. júlí 2016 14:48 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins Bílasölur keyptu tæplega helming nýrra bíla hér á landi. 1. júlí 2016 14:48