Sérsveitin í útkalli á Suðurlandi: Kona miðaði byssu á 18 ára pilt Stefán Árni Pálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2015 12:21 Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir að sérsveitin hafi verið kölluð út. Vísir/Jack Hrafnkell Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira