LeBron spilaði án hárbandsins en Cleveland vann samt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2015 07:30 LeBron James sýndi kollvikin og flott tilþrif í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu: NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu:
NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira