Frakkland tapaði í kvöld þriðja og síðasta leik sínum gegn Noregi, 29-32 í Gulldeildinni, æfingarmóti í handbolta skipað Íslandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi.
Í leiknum mættust einu liðin sem höfðu ekki unnið leik hingað til á mótinu en Ísland og Danmörk höfðu unnið báða leiki sína hingað til.
Noregur byrjaði leikinn betur og leiddi 17-15 í hálfleik en Norðmönnum tókst að bæta við forskotið í seinni hálfleik og vinna þriggja marka sigur, 32-29.
Hinn tvítugi Sander Sagosen var atkvæðamestur í liði heimamanna með níu mörk úr níu skotum en í liði Frakka var það Michaël Guigou sem var markahæstur með sjö mörk úr níu skotum.

