Um 550 samþykktu ekki leiðréttinguna Jón Hákon Halldórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. mars 2015 10:59 Hægt var að samþykkja ráðstöfun leiðréttingarinnar frá 23. desember. vísir/valli Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira