Um 550 samþykktu ekki leiðréttinguna Jón Hákon Halldórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. mars 2015 10:59 Hægt var að samþykkja ráðstöfun leiðréttingarinnar frá 23. desember. vísir/valli Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar
Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira