Um 550 samþykktu ekki leiðréttinguna Jón Hákon Halldórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. mars 2015 10:59 Hægt var að samþykkja ráðstöfun leiðréttingarinnar frá 23. desember. vísir/valli Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira