Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:23 Menn voru kátir í Hörpunni í dag þar sem skrifað var undir samninginn. Á myndinni eru frá vinstri: Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company fyrir miðju, Sandeep Walia fyrir hönd Marriott hótelanna og fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson. Vísir/Vilhelm Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina. Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Sjá meira
Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina.
Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Sjá meira